Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2021 07:43 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn herforingjastjórninni í Mjanmar í gær. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. Þá samþykkti allsherjarþing SÞ ályktun þar sem mjanmarski herinn er fordæmdur vegna valdaránsins, þegar lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn landsins var bolað frá völdum í febrúar. Þá var kallað eftir því að herinn sleppti pólitískum föngum lausum, þar á meðal Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins. Þá eigi að vera bundinn endir á ofbeldi gegn friðsælum mótmælendum. Ályktunin er ekki bindandi í laganna skilningi en er talin þrunginn pólitískri merkingu. „Hættan á útbreiddu borgarastríði er raunveruleg,“ sagði Christine Schraner Burgener, sérstakur sendiherra SÞ í Mjanmar, á fundi allsherjarþingsins. „Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða eins fljótt og hægt er. Með hverjum klukkutíma sem líður verður erfiðara að koma lýðræðinu aftur á.“ Lýðræðissinnar mótmæla herforingjastjórninni í Mjanmar í maí.EPA-EFE/STRINGER 119 ríki studdu ályktunina en Hvíta-Rússland var eina ríkið sem greiddi atkvæði gegn ályktuninni. 36 önnur ríki sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Rússland og Kína, sem eru þau tvö ríki sem eiga í mestum vopnaviðskiptum við Mjanmar. Mörg þeirra ríkja sem sátu hjá sögðu málið innanríkismál Mjanmar, en önnur gagnrýndu að í ályktuninni væri hvergi minnst á blóðuga aðför hersins gegn Róhingja-múslimum fyrir fjórum árum síðan þegar tæp milljón manns þurfti að flýja landið. Kyaw Moe Tun, sendiherra Mjanmar til Sameinuðu þjóðanna og fulltrúi lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins, gagnrýndi hve langan tíma það tók allsherjarþingið að samþykkja „útþynnta“ ályktunina, eins og hann kallaði hana. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Þá samþykkti allsherjarþing SÞ ályktun þar sem mjanmarski herinn er fordæmdur vegna valdaránsins, þegar lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn landsins var bolað frá völdum í febrúar. Þá var kallað eftir því að herinn sleppti pólitískum föngum lausum, þar á meðal Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins. Þá eigi að vera bundinn endir á ofbeldi gegn friðsælum mótmælendum. Ályktunin er ekki bindandi í laganna skilningi en er talin þrunginn pólitískri merkingu. „Hættan á útbreiddu borgarastríði er raunveruleg,“ sagði Christine Schraner Burgener, sérstakur sendiherra SÞ í Mjanmar, á fundi allsherjarþingsins. „Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða eins fljótt og hægt er. Með hverjum klukkutíma sem líður verður erfiðara að koma lýðræðinu aftur á.“ Lýðræðissinnar mótmæla herforingjastjórninni í Mjanmar í maí.EPA-EFE/STRINGER 119 ríki studdu ályktunina en Hvíta-Rússland var eina ríkið sem greiddi atkvæði gegn ályktuninni. 36 önnur ríki sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Rússland og Kína, sem eru þau tvö ríki sem eiga í mestum vopnaviðskiptum við Mjanmar. Mörg þeirra ríkja sem sátu hjá sögðu málið innanríkismál Mjanmar, en önnur gagnrýndu að í ályktuninni væri hvergi minnst á blóðuga aðför hersins gegn Róhingja-múslimum fyrir fjórum árum síðan þegar tæp milljón manns þurfti að flýja landið. Kyaw Moe Tun, sendiherra Mjanmar til Sameinuðu þjóðanna og fulltrúi lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins, gagnrýndi hve langan tíma það tók allsherjarþingið að samþykkja „útþynnta“ ályktunina, eins og hann kallaði hana.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58
Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37
Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15