Bóluefnið sem brást Snorri Másson skrifar 18. júní 2021 23:44 Táknræn ruslatunna fyrir utan húsnæði CureVac í Tübingen. Bóluefnið lofaði góðu, en svo kom smá seinkun, svo enn frekari seinkun og nú niðurstöður úr þriðja stigi tilrauna með efnið. Þær eru það slæmar að ólíklegt þykir að það komist á markað yfirleitt. Bernd Weissbrod/picture alliance - Getty Images Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. Á miðvikudaginn birtust niðurstöður úr þriðja tilraunafasa CureVac með bóluefni við Covid-19: Virkni upp á 47%. Fá nafntoguð bóluefni hafa komið eins illa út úr tilraunum og CureVac, sem kom Þjóðverjum mörgum í opna skjöldu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þetta valdi auðvitað miklum vonbrigðum. Þeir hafa sagt í viðtölum að ný afbrigði veirunnar séu helst það sem komi í veg fyrir betri tölfræði en þýskir fjölmiðlar hafa sett fram ýmsar kenningar um dræma virkni efnisins. Þar koma flókin efnafræðileg atriði við sögu en fyrirtækið hefur sjálft ekki sett fram skýrar tilgátur í því efni. CureVac er mRNA-bóluefni eins og efni Pfizer og Moderna.Thiago Prudencio/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Hvað sem hugsanlegum skýringum líður er ljóst að tiltrú á fyrirtækið er hrunin. Hlutabréf hröpuðu í virði, um 40%, og fjöldi fjárfesta sat eftir með sárt ennið. Þar á meðal er þýska ríkið, sem fjárfesti um 300 milljónum evra í verkefninu. Fallið er raunar svo hátt, og tíminn svo naumur, að þýskir miðlar halda því margir fram að bóluefnið eigi sér ekki viðreisnar von úr þessu; að það fari einfaldlega ekki í gegnum Lyfjastofnun Evrópu hvorki nú né síðar. Nægilega mikil var seinkunin orðin þegar, til þess að þessar slæmu niðurstöður færu ekki að bæta gráu ofan á svart. Íslendingar biðu eftir CureVac Á meðal vonsvikinna viðskiptavina CureVac hefðu getað verið Íslendingar, sem sömdu við fyrirtækið um 90.000 skammta af bóluefni í febrúar, sem þá var talið að gætu komið hingað á öðrum ársfjórðungi. Heilbrigðisráðuneytið fékk þessa skammta augljóslega aldrei afhenta en þökk sé góðum gangi í bólusetningum með öðrum efnum, hefur ráðuneytið nú gefið út að það þurfi ekki á efninu að halda lengur. Brostnar væntingarnar náðu því aldrei að valda neinum vonbrigðum, enda væri líklega hvort eð er flókið að valda bjartsýnum Íslendingum nokkrum teljandi vonbrigðum á þessari stundu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer fremst í flokki bjartsýnismanna, en í stöðuuppfærslu á Facebook áðan minnti hún enn og aftur á árangur Íslendinga í bólusetningum, sem nú telst á heimsmælikvarða. Ráðherra boðaði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í lok júní væri áfram stefnt að því að aflétta alveg öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands. Síðan hefur ekkert komið fram sem raskað gæti þeim áformum og eftir slétta viku er öruggt að allir Íslendingar sem náð hafa aldri munu hafa fengið boð í fyrstu sprautu af bóluefni við veirunni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þýskaland Tengdar fréttir Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00 Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Á miðvikudaginn birtust niðurstöður úr þriðja tilraunafasa CureVac með bóluefni við Covid-19: Virkni upp á 47%. Fá nafntoguð bóluefni hafa komið eins illa út úr tilraunum og CureVac, sem kom Þjóðverjum mörgum í opna skjöldu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þetta valdi auðvitað miklum vonbrigðum. Þeir hafa sagt í viðtölum að ný afbrigði veirunnar séu helst það sem komi í veg fyrir betri tölfræði en þýskir fjölmiðlar hafa sett fram ýmsar kenningar um dræma virkni efnisins. Þar koma flókin efnafræðileg atriði við sögu en fyrirtækið hefur sjálft ekki sett fram skýrar tilgátur í því efni. CureVac er mRNA-bóluefni eins og efni Pfizer og Moderna.Thiago Prudencio/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Hvað sem hugsanlegum skýringum líður er ljóst að tiltrú á fyrirtækið er hrunin. Hlutabréf hröpuðu í virði, um 40%, og fjöldi fjárfesta sat eftir með sárt ennið. Þar á meðal er þýska ríkið, sem fjárfesti um 300 milljónum evra í verkefninu. Fallið er raunar svo hátt, og tíminn svo naumur, að þýskir miðlar halda því margir fram að bóluefnið eigi sér ekki viðreisnar von úr þessu; að það fari einfaldlega ekki í gegnum Lyfjastofnun Evrópu hvorki nú né síðar. Nægilega mikil var seinkunin orðin þegar, til þess að þessar slæmu niðurstöður færu ekki að bæta gráu ofan á svart. Íslendingar biðu eftir CureVac Á meðal vonsvikinna viðskiptavina CureVac hefðu getað verið Íslendingar, sem sömdu við fyrirtækið um 90.000 skammta af bóluefni í febrúar, sem þá var talið að gætu komið hingað á öðrum ársfjórðungi. Heilbrigðisráðuneytið fékk þessa skammta augljóslega aldrei afhenta en þökk sé góðum gangi í bólusetningum með öðrum efnum, hefur ráðuneytið nú gefið út að það þurfi ekki á efninu að halda lengur. Brostnar væntingarnar náðu því aldrei að valda neinum vonbrigðum, enda væri líklega hvort eð er flókið að valda bjartsýnum Íslendingum nokkrum teljandi vonbrigðum á þessari stundu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer fremst í flokki bjartsýnismanna, en í stöðuuppfærslu á Facebook áðan minnti hún enn og aftur á árangur Íslendinga í bólusetningum, sem nú telst á heimsmælikvarða. Ráðherra boðaði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í lok júní væri áfram stefnt að því að aflétta alveg öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands. Síðan hefur ekkert komið fram sem raskað gæti þeim áformum og eftir slétta viku er öruggt að allir Íslendingar sem náð hafa aldri munu hafa fengið boð í fyrstu sprautu af bóluefni við veirunni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þýskaland Tengdar fréttir Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00 Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00
Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42
Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15