Veður

Þurfum að bíða í all­nokkra daga eftir hlýja loftinu

Atli Ísleifsson skrifar
Veðrið um helgina verður í rólegri kantinum, víða skýjað og skúrir á víð og dreif.
Veðrið um helgina verður í rólegri kantinum, víða skýjað og skúrir á víð og dreif. Vísir/Vilhelm

Farið er að sjá fyrir endann á kalda loftinu sem legið hefur yfir landinu að undanförnu og gera spár ráð fyrir að það hörfi strax eftir helgi. Sýna þurfi smá þolinmæði þar sem það muni taka allnokkra daga í viðbót að koma hlýju lofti að landinu.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spáir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu og skúrir, einkum á sunnanverðu landinu en víða um land á morgun. Hiti sex til ellefu stig að deginum.

Veðrið um helgina verður í rólegri kantinum, víða skýjað og skúrir á víð og dreif, og lítur út fyrir að það verði einna helst að Norðurland sleppi að mestu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og víða skúrir síðdegis. Hiti 4 til 11 stig, mildast S-lands.

Á sunnudag: Vestan 3-8 og sums staðar smáskúrir. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.

Á mánudag (sumarsólstöður): Sunnanátt og rigning V-lands, en bjart með köflum A-til á landinu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á NA-landi.

Á þriðjudag: Suðvestlæg átt og dálítil rigning S- og V-lands, en norðvestlægari og líkur á skúrum síðdegis á NA-verðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag: Norðlæg átt og skýjað fyrir norðan, en bjartviðri syðra. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sunnantil.

Á fimmtudag: Útlit fyrir breytilega átt með bjartviðri í flestum landshlutum, síst austast. Svalt austanlands, en annars víða 8 til 16 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.