Höfuðverkurinn varðandi íslenska markið: Seinni hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 23:00 Cecilía Rán í vináttulandsleik gegn Ítalíu. Gabriele Maltinti/Getty Images Svo gæti verið að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, fái sama höfuðverk og kollegi sinn Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, þegar kemur að því að velja aðalmarkvörð fyrir komandi verkefni. Fyrr í dag var farið yfir hversu erfitt Arnar Þór gæti átt með að velja aðalmarkvörð fyrir komandi landsleiki í haust. Þorsteinn gæti nú átt við sama vandamál að glíma. Staða markvarðar íslenska kvennalandsliðsins hefur vanalega verið neglt niður í stein. Frá árunum 2009 til 2019 var Guðbjörg Gunnarsdóttir aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Þá þurfti hún frá að hverfa tímabundið sökum barnsburðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir með tvíburana sína, Oliviu og William.Instagram/@guggag Hin 36 ára gamla Guðbjörg á að baki 64 A-landsleiki og er komin aftur af stað eftir að hafa eignast tvíbura. Hún leikur með Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Þorsteinn hefur ekki enn valið þennan þaulreynda markvörð í verkefni landsliðsins en hún er tilbúin ef kallið kemur og ljóst að verður erfitt að horfa framhjá henni ef hún spilar vel í vetur. Guðbjörgu til halds og trausts voru undanfarin ár þær Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks. Sandra tók við stöðunni er Guðbjörg fór í barneignarleyfi og stóð til að mynda í marki liðsins í undankeppni EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Sonný Lára, sem spilaði alls sjö A-landsleiki, lagði skóna á hilluna síðasta vetur og því ljóst að strax yrðu einhverjar sviptingar í málum íslensku landsliðsmarkvarðanna. Sandra grípur inn í gegn Írlandi á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Sandra er hins vegar orðin 34 ára gömul. Þar með er ljóst að hún og Guðbjörg eru ekki að fara standa í marki Íslands næstu árin. Það gæti hins vegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir gert. Cecilía Rán er þrátt fyrir ungan aldur með mikla reynslu en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún á að baki tvö tímabil með Fylki í efstu deild og er nú í herbúðum Örebro í Svíþjóð. Eftir yfirstandandi tímabil mun hún svo ganga til liðs við Everton á Englandi. Cecilía var þrátt fyrir ungan aldur einn besti markvörður Pepsi Max deildarinnar og ef hún fær nægilega mikinn spilatíma í Svíþjóð gæti verið að hún hrifsi stöðuna til sín og fagni 18 ára afmæli sínu með því að spila á EM. Hún hefur verið hluti af báðum landsliðsverkefnum A-landsliðsins undir stjórn Þorsteins. Spilaði hún til að mynda í 2-0 sigrinum á Írlandi á Laugardalsvelli nýverið. Hún á þó enn eftir að spila alvöru mótsleik fyrir Ísland. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var í síðasta landsliðshópi Íslands. Auður er sem stendur á láni hjá ÍBV í Pepsi Max deildinni en hún er samningsbundin Val. Hún er ekki orðin tvítug svo hún gæti verið hluti af landsliðinu næstu árin. Auður á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en hún á að baki 21 landsleik fyrir yngri lið Íslands. Þá var Telma Ívarsdóttir hluti af fyrsta landsliðsverkefni Þorsteins sem og hún hefur fyllt skarðið sem Sonný Lára skildi eftir sig hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Telma verður 22 ára á þessu ári og hefur ekki enn spilað A-landsleik. Hún á hins vegar að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét Sama hvaða Þorsteinn ákveður að gera er ljóst að hann hefur úr fjölda markvarða að velja úr, bæði mjög reynslumiklum sem og mjög efnilegum. Það er alveg ljóst að Ísland er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að markvörðum næstu árin. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Fyrr í dag var farið yfir hversu erfitt Arnar Þór gæti átt með að velja aðalmarkvörð fyrir komandi landsleiki í haust. Þorsteinn gæti nú átt við sama vandamál að glíma. Staða markvarðar íslenska kvennalandsliðsins hefur vanalega verið neglt niður í stein. Frá árunum 2009 til 2019 var Guðbjörg Gunnarsdóttir aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Þá þurfti hún frá að hverfa tímabundið sökum barnsburðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir með tvíburana sína, Oliviu og William.Instagram/@guggag Hin 36 ára gamla Guðbjörg á að baki 64 A-landsleiki og er komin aftur af stað eftir að hafa eignast tvíbura. Hún leikur með Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Þorsteinn hefur ekki enn valið þennan þaulreynda markvörð í verkefni landsliðsins en hún er tilbúin ef kallið kemur og ljóst að verður erfitt að horfa framhjá henni ef hún spilar vel í vetur. Guðbjörgu til halds og trausts voru undanfarin ár þær Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks. Sandra tók við stöðunni er Guðbjörg fór í barneignarleyfi og stóð til að mynda í marki liðsins í undankeppni EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Sonný Lára, sem spilaði alls sjö A-landsleiki, lagði skóna á hilluna síðasta vetur og því ljóst að strax yrðu einhverjar sviptingar í málum íslensku landsliðsmarkvarðanna. Sandra grípur inn í gegn Írlandi á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Sandra er hins vegar orðin 34 ára gömul. Þar með er ljóst að hún og Guðbjörg eru ekki að fara standa í marki Íslands næstu árin. Það gæti hins vegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir gert. Cecilía Rán er þrátt fyrir ungan aldur með mikla reynslu en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún á að baki tvö tímabil með Fylki í efstu deild og er nú í herbúðum Örebro í Svíþjóð. Eftir yfirstandandi tímabil mun hún svo ganga til liðs við Everton á Englandi. Cecilía var þrátt fyrir ungan aldur einn besti markvörður Pepsi Max deildarinnar og ef hún fær nægilega mikinn spilatíma í Svíþjóð gæti verið að hún hrifsi stöðuna til sín og fagni 18 ára afmæli sínu með því að spila á EM. Hún hefur verið hluti af báðum landsliðsverkefnum A-landsliðsins undir stjórn Þorsteins. Spilaði hún til að mynda í 2-0 sigrinum á Írlandi á Laugardalsvelli nýverið. Hún á þó enn eftir að spila alvöru mótsleik fyrir Ísland. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var í síðasta landsliðshópi Íslands. Auður er sem stendur á láni hjá ÍBV í Pepsi Max deildinni en hún er samningsbundin Val. Hún er ekki orðin tvítug svo hún gæti verið hluti af landsliðinu næstu árin. Auður á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en hún á að baki 21 landsleik fyrir yngri lið Íslands. Þá var Telma Ívarsdóttir hluti af fyrsta landsliðsverkefni Þorsteins sem og hún hefur fyllt skarðið sem Sonný Lára skildi eftir sig hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Telma verður 22 ára á þessu ári og hefur ekki enn spilað A-landsleik. Hún á hins vegar að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét Sama hvaða Þorsteinn ákveður að gera er ljóst að hann hefur úr fjölda markvarða að velja úr, bæði mjög reynslumiklum sem og mjög efnilegum. Það er alveg ljóst að Ísland er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að markvörðum næstu árin. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira