Veður

Norð­austan­átt og dregur svo úr vindi í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu þrjú til ellefu stig í dag og hlýjast sunnanlands.
Hiti verður á bilinu þrjú til ellefu stig í dag og hlýjast sunnanlands. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir svipuðu veðri í dag og var í gær og fyrradag. Norðaustanátt, átta til fimmtán metrar á sekúndu og lítilsháttar rigning suðaustanlands en skúrir eða slydduél norðaustantil. Annars bjart með köflum og þurrt.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu þrjú til ellefu stig í dag og hlýjast sunnanlands.

„Dregur úr vindi í nótt, norðlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun, skýjað að mestu og dálitlar skúrir á víð og dreif.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (lýðveldisdagurinn) og föstudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu á landinu og dálitlar skúrir á víð og dreif, einkum sunnantil. Hiti 3 til 11 stig, mildast sunnanlands.

Á laugardag: Hægviðri, skýjað með köflum og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 6 til 12 stig.

Á sunnudag: Vestlæg átt og skýjað með köflum en þurrt. Dálitlar skúrir norðanlands. Hlýnandi veður.

Á mánudag (sumarsólstöður): Hæg breytileg átt og bjart með köflum og hiti 8 til 13 stig.

Á þriðjudag: Útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt og bjart veður en dálitla rigningu austantil.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.