Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 16:21 Viktor Orban og félagar hans í Fidesz-flokknum mega ekkert hýrt sjá. Vísir/EPA Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. Í frumvarpi Fidesz-flokks Viktors Orban forsætisráðherra er lagt til að LGBT-bókmenntir megi ekki sýna börnum yngri en átján ára. Undir það fellur meðal annars námsefni og auglýsingar sem styðja réttindi hinsegin fólks. Ákvæðin eru hluti af frumvarpi um refsingar við barnaníði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjónabönd samkynhneigðra eru ólögleg í Ungverjalandi og samkynhneigðir mega ekki ættleiða þar. Útspil Fidesz-flokksins nú er sagt liður í kosningabaráttu fyrir kosningar í byrjun næsta árs. Samtök LGBT-fólks í Ungverjalandi hefur hvatt aðgerðasinna til að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta að taka málið upp við Orban í Evrópureisu sinni í næstu viku. Rússnesk stjórnvöld samþykktu sambærileg lög árið 2013 en yfirlýst markmið þeirra var að banna „samkynhneigðan áróður“ gagnvart fólki yngri en átján ára. Samkvæmt þeim er bannað að hvetja til „samkynhneigðrar hegðunar“ á meðal barna. Orban og Fidesz-flokkur hans hafa sagst aðhyllast svonefnd „ófrjálslynt lýðræði“. Í forsætisráðherratíð Orban frá 2010 hefur landið hneigst sífellt lengra í átt að valdboði stjórnvalda. Þrengt hefur verið að óháðum fjölmiðlum þannig að þeir eru nú flestir á bandi Orban auk þess sem dómstólar landsins eru taldir undir hæl framkvæmdavaldsins. Ungverjaland Hinsegin Tengdar fréttir Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Í frumvarpi Fidesz-flokks Viktors Orban forsætisráðherra er lagt til að LGBT-bókmenntir megi ekki sýna börnum yngri en átján ára. Undir það fellur meðal annars námsefni og auglýsingar sem styðja réttindi hinsegin fólks. Ákvæðin eru hluti af frumvarpi um refsingar við barnaníði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjónabönd samkynhneigðra eru ólögleg í Ungverjalandi og samkynhneigðir mega ekki ættleiða þar. Útspil Fidesz-flokksins nú er sagt liður í kosningabaráttu fyrir kosningar í byrjun næsta árs. Samtök LGBT-fólks í Ungverjalandi hefur hvatt aðgerðasinna til að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta að taka málið upp við Orban í Evrópureisu sinni í næstu viku. Rússnesk stjórnvöld samþykktu sambærileg lög árið 2013 en yfirlýst markmið þeirra var að banna „samkynhneigðan áróður“ gagnvart fólki yngri en átján ára. Samkvæmt þeim er bannað að hvetja til „samkynhneigðrar hegðunar“ á meðal barna. Orban og Fidesz-flokkur hans hafa sagst aðhyllast svonefnd „ófrjálslynt lýðræði“. Í forsætisráðherratíð Orban frá 2010 hefur landið hneigst sífellt lengra í átt að valdboði stjórnvalda. Þrengt hefur verið að óháðum fjölmiðlum þannig að þeir eru nú flestir á bandi Orban auk þess sem dómstólar landsins eru taldir undir hæl framkvæmdavaldsins.
Ungverjaland Hinsegin Tengdar fréttir Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40
Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23
Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30