Enski boltinn

Segist hafa unnið 25 og hálfan bikar eftir brott­reksturinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jose Mourinho í bíl skömmu eftir brottreksturinn.
Jose Mourinho í bíl skömmu eftir brottreksturinn. Jonathan Brady/Getty

Jose Mourinho, núverandi stjóri Roma og fyrrverandi stjóri Tottenham, skaut léttum skotum að Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham, í nýjasta viðtalinu við Portúgalann.

Portúgalinn var rekinn einungis sex dögum fyrir úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum þar sem Tottenham komst í úrslit og var að fara spila við Man. City.

Uppsögnin kom á mánudagi og leikurinn var á sunnudegi en Tottenham endaði á því að tapa úrslitaleiknum 1-0.

„Þú getur spurt mig hvað ég hef unnið marga bikara; 25 og hálfan. Þessi hálfi er sá sem ég fékk að spila um með Tottenham,“ sagði Mourinho í viðtali við James Corden.

„Að vinna bikar með félagi sem á ekki svo marga bikara var draumur,“ sagði Mourinho.

Mourinho var einnig spurður út í stöðuna á Harry Kane sem hefur verið orðaður burt.

„Hann er einn af bestu framherjum í heimi. Ég naut þess að vinna með honum. Ég elskaði samstarf hans og Sons.“

„Ég held að hann þurfi að spila þar sem hann er glaður. Hann er mjög mikill ensku úrvalsdeildarleikmaður,“ bætti Mourinho við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.