Erlent

Einungis búið að bólu­setja um 0,8 prósent Suður-Afríku­manna

Atli Ísleifsson skrifar
Í Suður-Afríku hafa heilbrigðisstarfsmenn ekki verið bólusettir nema að litlum hluta.
Í Suður-Afríku hafa heilbrigðisstarfsmenn ekki verið bólusettir nema að litlum hluta. AP

Á meðan vestræn ríki eru komin vel á veg með að bólusetja stóran hluta landsmanna hafa ríki Afríku setið á hakanum.

Í umfjöllun AP fréttastofunnar segir að í Suður-Afríku til að mynda, sem þó er eitt öflugasta ríki álfunnar, hafi aðeins tekist að bólusetja um 0,8 prósent íbúa landsins.

Þar hefur kórónuveirufaraldurinn verið mjög útbreiddur og í dag hafa heilbrigðisstarfsmenn ekki einu sinni verið bólusettir nema að litlum hluta.

Í Nígeríu, fjölmennasta landi álfunnar, hefur tekist að bólusetja 0,1 prósent landsmanna og í Kenía er hlutfallið enn lægra.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsir miklum áhyggjum af þróuninni en loforð vestrænu ríkjanna um að tryggja öllum bóluefni virðast hafa verið innantóm enn sem komið er.

Í Tsjad fékk fyrsti einstaklingurinn bóluefni um liðna helgi og enn eru að minnsta kosti fimm Afríkuríki í þeirri stöðu að hafa ekki bólusett einn einasta landsmann.


Tengdar fréttir

Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna

Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×