Stúlkan er annað barn þeirra hjóna og var henni gefið nafnið Lilibet „Lili“ Diana Mountbatten-Windsor. Nafnið Lilibet er í höfuðið á langömmu hennar, Elísabetu drottningu, en Lilibet er gælunafn hennar. Þá heitir stúlkan einnig í höfuðið á ömmu sinni, Díönu prinsessu heitinni.
Stúlkan fæddist á föstudaginn, á Santa Barbara Cottage spítalanum í Kaliforníu. Móður og barni heilsast vel, er fram kemur í tilkynningu frá hjónunum.
Lilibet er annað barn þeirra hjóna. En fyrir eiga þau soninn Archie Harrison Mountbatten-Windsor.