Erlent

Harry og Meghan eignuðust dóttur

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Harry og Meghan eignuðust dótturina Lilibet „Lili“ Diana.
Harry og Meghan eignuðust dótturina Lilibet „Lili“ Diana. Chris Jackson/Getty Images

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex eignuðust dóttur á föstudaginn.

Stúlkan er annað barn þeirra hjóna og var henni gefið nafnið Lilibet „Lili“ Diana Mountbatten-Windsor. Nafnið Lilibet er í höfuðið á langömmu hennar, Elísabetu drottningu, en Lilibet er gælunafn hennar. Þá heitir stúlkan einnig í höfuðið á ömmu sinni, Díönu prinsessu heitinni. 

Stúlkan fæddist á föstudaginn, á Santa Barbara Cottage spítalanum í Kaliforníu. Móður og barni heilsast vel, er fram kemur í tilkynningu frá hjónunum.

Lilibet er annað barn þeirra hjóna. En fyrir eiga þau soninn Archie Harrison Mountbatten-Windsor.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.