Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 09:09 Hvítrússneska ríkisflugfélaginu Belavia er ekki vært í Evrópu með nýjum refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands sem gjarnan er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, þvingaði farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk, að því er virðist á fölskum forsendum, fyrir um tveimur vikum. Vélin var á leiðinni frá Grikklandi til Litháen en um borð var Roman Protasevtis, hvítrússneskur blaða- og andófsmaður. Hvítrússneskar öryggissveitir leiddu Protasevits og Sofiu Sapega, kærustu hans, út úr flugvélinni og handtóku þau. Síðan þá hafa þau verið í haldi yfirvalda í heimalandinu sem hafa birt myndbönd af þeim þar sem þau játa á sig glæpi. Virðist parið hafa verið þvingað til játninganna. Evrópskir ráðamenn fordæmdu aðfarir hvítrússneskra yfirvalda og hvöttu flugfélög til að sneiða fram hjá landinu. Þá beitti ESB hvítrússneska embættismenn refsiaðgerðum. Nýju aðgerðirnar sem meina hvítrússneskum flugvélum um aðgang að evrópskri lofthelgi tóku gildi á miðnætti að miðevrópskum tíma í nótt. Með þeim þurfa aðildarríki ESB að neita hvítrússneskum flugvélum um leyfi til lendinga, flugtaks og að fljúga inn í flughelgi sína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bannið hefur væntanlega mikil áhrif á hvítrússneska ríkisflugfélagið Belavia sem flýgur til tuttugu flugvalla í Evrópu. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands sem gjarnan er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, þvingaði farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk, að því er virðist á fölskum forsendum, fyrir um tveimur vikum. Vélin var á leiðinni frá Grikklandi til Litháen en um borð var Roman Protasevtis, hvítrússneskur blaða- og andófsmaður. Hvítrússneskar öryggissveitir leiddu Protasevits og Sofiu Sapega, kærustu hans, út úr flugvélinni og handtóku þau. Síðan þá hafa þau verið í haldi yfirvalda í heimalandinu sem hafa birt myndbönd af þeim þar sem þau játa á sig glæpi. Virðist parið hafa verið þvingað til játninganna. Evrópskir ráðamenn fordæmdu aðfarir hvítrússneskra yfirvalda og hvöttu flugfélög til að sneiða fram hjá landinu. Þá beitti ESB hvítrússneska embættismenn refsiaðgerðum. Nýju aðgerðirnar sem meina hvítrússneskum flugvélum um aðgang að evrópskri lofthelgi tóku gildi á miðnætti að miðevrópskum tíma í nótt. Með þeim þurfa aðildarríki ESB að neita hvítrússneskum flugvélum um leyfi til lendinga, flugtaks og að fljúga inn í flughelgi sína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bannið hefur væntanlega mikil áhrif á hvítrússneska ríkisflugfélagið Belavia sem flýgur til tuttugu flugvalla í Evrópu.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12
Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38
Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15