Enski boltinn

Í fyrsta sinn skoraði markvörður mark ársins hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson Becker fagnar markinu með ofurkátum félögum sínum í Liverpool liðinu.
Alisson Becker fagnar markinu með ofurkátum félögum sínum í Liverpool liðinu. EPA-EFE/Laurence Griffiths

Markið sem var mikill örlagavaldur fyrir Liverpool á tímabilinu hefur nú verið kosið mark ársins hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.

Sigurmark brasilíska markvarðarins Alisson Becker á 95. mínútu á móti West Bromwich Albion var valið mark ársins í kosningu á vegum félagsins.

Alisson var ekki aðeins fyrsti markvörðurinn til að skora fyrir félagið hann var sá fyrsti til eiga mark ársins.

Mark Alisson var vissulega mjög flott skallamark eftir hornspyrnu en mikilvægið var ómælanlegt þegar kom að baráttunni um sæti í Meistaradeildinni.

Alisson Becker ákvað að hlaupa fram enda var leiktíminn að renna út og tvö dýrmæt stig að renna Liverpool liðinu úr greipum.

Trent Alexander-Arnold tók hornspyrnuna frá vinstri, Alisson Becker stökk hæst allra og skallaði boltann óverjandi í markið.

Alisson Becker hafði mikla yfirburði í kosningunni því hann fékk 65 prósent atkvæðanna.

Liverpool vann leikinn en hann var hluti af fimm leikja sigurgöngu liðsins til að enda tímabilið.

Það skilaði Liverpool mönnum þriðja sæti í deildinni og sæti í Meistaradeildinni tímabilið 2021-22.

Mohamed Salah varð ekki aðeins í öðru sæti því hann átti öll hin fjögur mörkin á topp fimm listanum.

Mörk ársins hjá Liverpool:

  • 1. Alisson Becker á móti West Bromwich Albion
  • 2. Mohamed Salah á móti Leeds United
  • 3. Mohamed Salah á móti West Ham United
  • 4. Mohamed Salah á móti Crystal Palace
  • 5. Mohamed Salah á móti Atalanta BC
  • 6. Mohamed Salah á móti Everton
  • 7. Trent Alexander-Arnold á móti Aston Villa
  • 8. Mohamed Salah á móti Leicester CityFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.