Erlent

Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
epa

Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 

Chow, sem einnig er lögmaður, er sökuð um að hafa reynt að skipulega ólöglega samkomu til að minnast þess að 32 ár eru nú liðin frá atburðunum á Torgi hins himneska friðar í Beijing.

Þar beitti lögregla og her miklu offorsi gegn mótmælendum og vakti málið athygli um allan heim. Hundruð, og jafnvel þúsundir, eru taldir hafa fallið í aðgerðum stjórnvalda.

Samkvæmt kínverskum lögum er í raun bannað að ræða atburðina á torginu en Chow Hang Tun er varaformaður hóps sem síðustu ár hefur komið saman árlega í Hong Kong til að minnast þeirra. 

Hópurinn var í mörg ár látinn óáreittur af kínverskum stjórnvöldum en nú virðast yfirvöld ætla að framfylgja banninu þar í borg eins og annarsstaðar og eru þúsundir lögreglumanna á götum úti til að koma í veg fyrir að fólk safnist saman.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×