Vitnaleiðslur um meint mannréttindabrot í Kína hefjast í Lundúnum á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 23:31 Úígúrar í Tyrklandi árið 2018 að mótmæla framferði yfirvalda í Kína gagnvart þjóðflokknum. AP/Lefteris Pitarakis Á morgun hefjast vitnaleiðslur í Lundúnum þar sem markmiðið er að safna gögnum um það hvort meint mannréttindabrot kínverskra yfirvalda í Xinjang héraði séu þjóðarmorð. Átta manna dómnefnd mun hlusta á framburð vitnanna, sem eru um þrjátíu talsins, og munu vitnaleiðslurnar standa yfir í fjóra daga. Vitnaleiðslurnar eru ekki á vegum breska ríkisins og bresk yfirvöld ekki þurfa að grípa til aðgerða, byggt á niðurstöðu dómnefndarinnar, en skipuleggjendur vonast til þess að gögnin muni varpa ljósi á alvarleika málsins. Meðal meðlima dómnefndarinnar eru fræðimenn, lögmenn og fyrrverandi diplómati. Athafnamaðurinn Nick Vetch stendur að baki vitnaleiðslnanna, sem skipuleggjendur kalla Ugyhur Tribunal, eða Dómstól Úígúra. Kínversk yfirvöld hafa verið sökuð um mannréttindabrot og þjóðarmorð í Xinjang. Xinjang er gríðarstórt hérað í norðvesturhluta landsins, sem er heimkynni Úígúra og annarra múslimaþjóða. Sérfræðingar segja að minnst milljón Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið handteknir í héraðinu og haldið föngum í fanga- eða vinnubúðum. Þá hafa einstaklingar sem hafa sloppið úr slíkum búðum sagt pyntingar hafa farið fram í búðunum og meira að segja lýst því hvernig fólk hefur verið gert ófrjótt, gegn vilja sínum. Kínversk yfirvöld hafa þvertekið fyrir þessar ásakanir og sagt búðirnar, sem má finna víða í Xinjang, vera endurmenntunarbúðir. Kína England Mannréttindi Bretland Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Átta manna dómnefnd mun hlusta á framburð vitnanna, sem eru um þrjátíu talsins, og munu vitnaleiðslurnar standa yfir í fjóra daga. Vitnaleiðslurnar eru ekki á vegum breska ríkisins og bresk yfirvöld ekki þurfa að grípa til aðgerða, byggt á niðurstöðu dómnefndarinnar, en skipuleggjendur vonast til þess að gögnin muni varpa ljósi á alvarleika málsins. Meðal meðlima dómnefndarinnar eru fræðimenn, lögmenn og fyrrverandi diplómati. Athafnamaðurinn Nick Vetch stendur að baki vitnaleiðslnanna, sem skipuleggjendur kalla Ugyhur Tribunal, eða Dómstól Úígúra. Kínversk yfirvöld hafa verið sökuð um mannréttindabrot og þjóðarmorð í Xinjang. Xinjang er gríðarstórt hérað í norðvesturhluta landsins, sem er heimkynni Úígúra og annarra múslimaþjóða. Sérfræðingar segja að minnst milljón Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið handteknir í héraðinu og haldið föngum í fanga- eða vinnubúðum. Þá hafa einstaklingar sem hafa sloppið úr slíkum búðum sagt pyntingar hafa farið fram í búðunum og meira að segja lýst því hvernig fólk hefur verið gert ófrjótt, gegn vilja sínum. Kínversk yfirvöld hafa þvertekið fyrir þessar ásakanir og sagt búðirnar, sem má finna víða í Xinjang, vera endurmenntunarbúðir.
Kína England Mannréttindi Bretland Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46