Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 15:16 Úígúrar í Tyrklandi árið 2018 að mótmæla framferði yfirvalda í Kían gagnvart þjóðflokknum. AP/Lefteris Pitarakis Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. AP fréttaveitan segir þingmenn stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi hafa vakið athygli á málinu en engar sannanir hafi þó litið dagsins ljós. Þingmennirnir og Úígúrar óttast þó að ráðamenn í Kína séu að nota sendingar bóluefna til Tyrklands til að fá yfirvöld í Tyrklandi til að samþykkja framsalssamning á milli ríkjanna. Samningur þessi var saminn fyrir mörgum árum en hefur ekki verið staðfestur. Kínverjar staðfestu hann þó óvænt í desember og er búist við því að hann fari fyrir tyrkneska þingið í næsta mánuði. Úígúrar eru þjóðflokkur múslima í Xinjiang héraði í Kína sem á rætur sínar að rekja til Tyrklands. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að konur hafi verið beytta kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í þessum búðum. Í desember fóru sendingar bóluefna frá Kína til Tyrklands að dragast aftur úr áætlun og nú hefur um þriðjungur þess bóluefnis sem Tyrkjum var lofað að fyrir lok janúar borist. Yildirim Kaya, þingmaður í stærsta stjórnarandstöðuflokk Tyrklands, hefur spurt opinberlega hvort yfirvöld í Kína séu að kúga Tyrki til að flytja Úígúra sem hafa flúið Kína aftur til landsins. Hann hefur lagt fram formlega fyrirspurn til ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta, en ekki fengið svar. Ráðamenn í Kína hafa sagt þessar vangaveltur ærumeiðandi og ekkert sé til í þeim. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði sömuleiðis í desember að tafir á bóluefnasendingum tengdust málefni Úígúra ekkert. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Handtökum fjölgað AP segir að Tyrkir hafi enn sem komið er ekki framselt marga Úígúra til Kína. Hins vegar hafi fjöldi handtaka á undanförnum vikum vakið óhug meðal þeirra um 50 þúsund Úígúra sem búa í Tyrklandi. Þá sagði sendiherra Tyrklands í Kína nýverið að Tyrkir kynnu að meta samvinnu ríkjanna á sviði dómsmála. Lögmenn þeirra Úígúra sem hafa verið handteknir í Tyrklandi segja handtökurnar pólitískar. Ráðamenn í Tyrklandi voru á árum áður harðorðir í garð Kína vegna þess hvernig komið hefur verið fram við Úígúra þar í landi. Erdogan lýsti meðferðinni fyrst sem þjóðarmorði fyrir rúmum áratug. Sá tónn hefur þó breyst verulega á undanförnum árum. Samhliða versnandi sambandi Tyrklands og vesturlanda, hefur samband Tyrklands og Kína skánað mjög og efnahagssamstarf ríkjanna aukist. Kína Tyrkland Tengdar fréttir Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
AP fréttaveitan segir þingmenn stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi hafa vakið athygli á málinu en engar sannanir hafi þó litið dagsins ljós. Þingmennirnir og Úígúrar óttast þó að ráðamenn í Kína séu að nota sendingar bóluefna til Tyrklands til að fá yfirvöld í Tyrklandi til að samþykkja framsalssamning á milli ríkjanna. Samningur þessi var saminn fyrir mörgum árum en hefur ekki verið staðfestur. Kínverjar staðfestu hann þó óvænt í desember og er búist við því að hann fari fyrir tyrkneska þingið í næsta mánuði. Úígúrar eru þjóðflokkur múslima í Xinjiang héraði í Kína sem á rætur sínar að rekja til Tyrklands. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að konur hafi verið beytta kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í þessum búðum. Í desember fóru sendingar bóluefna frá Kína til Tyrklands að dragast aftur úr áætlun og nú hefur um þriðjungur þess bóluefnis sem Tyrkjum var lofað að fyrir lok janúar borist. Yildirim Kaya, þingmaður í stærsta stjórnarandstöðuflokk Tyrklands, hefur spurt opinberlega hvort yfirvöld í Kína séu að kúga Tyrki til að flytja Úígúra sem hafa flúið Kína aftur til landsins. Hann hefur lagt fram formlega fyrirspurn til ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta, en ekki fengið svar. Ráðamenn í Kína hafa sagt þessar vangaveltur ærumeiðandi og ekkert sé til í þeim. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði sömuleiðis í desember að tafir á bóluefnasendingum tengdust málefni Úígúra ekkert. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Handtökum fjölgað AP segir að Tyrkir hafi enn sem komið er ekki framselt marga Úígúra til Kína. Hins vegar hafi fjöldi handtaka á undanförnum vikum vakið óhug meðal þeirra um 50 þúsund Úígúra sem búa í Tyrklandi. Þá sagði sendiherra Tyrklands í Kína nýverið að Tyrkir kynnu að meta samvinnu ríkjanna á sviði dómsmála. Lögmenn þeirra Úígúra sem hafa verið handteknir í Tyrklandi segja handtökurnar pólitískar. Ráðamenn í Tyrklandi voru á árum áður harðorðir í garð Kína vegna þess hvernig komið hefur verið fram við Úígúra þar í landi. Erdogan lýsti meðferðinni fyrst sem þjóðarmorði fyrir rúmum áratug. Sá tónn hefur þó breyst verulega á undanförnum árum. Samhliða versnandi sambandi Tyrklands og vesturlanda, hefur samband Tyrklands og Kína skánað mjög og efnahagssamstarf ríkjanna aukist.
Kína Tyrkland Tengdar fréttir Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41