Veður

Vaxandi suð­austan­átt, þykknar upp og fer að rigna

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurstofan spáir dálítilli rigningu vestantil á landinu, en annars þurrt.
Veðurstofan spáir dálítilli rigningu vestantil á landinu, en annars þurrt. Vísir/Vilhelm

Lægð nálgast nú landið og er því vaxandi suðaustanátt í dag. Veðurstofan spáir því að þegar líður á daginn muni þykkna upp og fara að rigna.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði suðaustan tíu til fimmtán metrar á sekúndu nærri hádegi en hægari vindur norðan- og austanlands. Dálítil rigning vestantil á landinu, en annars þurrt. Hiti verður á bilinu átta til átján stig þar sem hlýjast verður norðaustantil.

„Í kvöld bætir svo enn frekar í vind syðst á landinu, austan 15-20 m/s undir Eyjafjöllum sem gæti valdið vandræðum fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi og vindur verður lítið eitt hægari við gosstöðvarnar sem gæti einnig verið til trafala.

Dregur úr vindi í nótt, suðaustlæg átt á morgun, víða 5-10 m/s og víða dálítil væta en þurrt norðanlands fram á annað kvöld.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðaustan og austan 5-13 og dálítil rigning eða súld, en þurrt að kalla norðanlands. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á laugardag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og víða dálítil rigning, en yfirleitt þurrt austantil á landinu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag (sjómannadagurinn): Sunnan og suðaustanátt, víða 5-10 m/s. Víða dálítil væta, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á mánudag: Sunnan 8-15 m/s og rigning á austanverðu á landinu, en þurrt að kalla vestantil. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á þriðjudag: Suðaustan átt, skýjað og úrkomulítið sunnan- og vestantil en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast vestanlands.

Á miðvikudag: Austanátt og rigning í flestum landshlutum en úrkomulítið norðvestantil. Hiti 9 til 15 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.