Íslenski boltinn

Sel­foss og Valur örugg­lega á­fram á meðan FH sló Þór/KA úr leik eftir víta­spyrnu­keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elín Metta var skoraði eitt marka Vals í kvöld.
Elín Metta var skoraði eitt marka Vals í kvöld. Vísir/Elín Björg

Öllum fjórum leikjum kvöldsins í Mjólkurbikarkvenna er nú lokið. Valur vann 7-0 sigur á Völsungi á Húsavík. FH lagði Þór/KA í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Selfoss vann 3-0 sigur á KR.

Afturelding komst einnig áfram með 2-0 sigri á Grindavík á útivelli. Dregið verður í næstu umferð bikarkeppninnar klukkan 13.00 á morgun og verður drátturinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Það var aldrei spurning hvort liðið færi áfram á Húsavík. Valur er eitt af toppliðum Pepsi Max-deildarinnar á meðan Völsungur er á toppi 2. deildar kvenna með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum.

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen skoraði fyrstu mörk leiksins, Fanndís Friðriksdóttir bætti við þriðja marki og Mist Edvardsdóttir á meðan Elín Metta Jensen skoraði fimmta markið undir lok hálfleiksins.

Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði tvívegis í síðari hálfleik og sá til þess að Valur vann einkar öruggan 7-0 sigur.

Í Hafnafirði var Þór/KA í heimsókn. Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom FH yfir á 7. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Arna Sif Ásgrímsdóttir jafnaði metin í síðari hálfleik og lauk leiknum með 1-1 jafntefli, því þurfti að framlengja. Þar var ekkert skorað og því var viðureignin útkljáð í vítaspyrnukeppni.

Þar hafði FH betur og fer áfram í næstu umferð bikarsins.

Að lokum vann Selfoss einkar öruggan 3-0 sigur á KR í Vesturbæ Reykjavikur. Brenna Lovera skoraði fyrsta mark leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Um miðbik síðari hálfleiks bætti Hólmfríður Magnúsdóttir við öðru marki gestanna og Brynja Líf Jónsdóttir gulltryggði sigurinn í uppbótartíma.

Hólmfríður var á skotskónum gegn sínum gömlu félögum í kvöld.Hulda MargrétFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.