Enski boltinn

Hollenski landsliðsþjálfarinn stendur í vegi fyrir Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Georginio Wijnaldum í síðasta leiknum sínum með Liverpool sem var á móti Crystal Palace á Anfield.
Georginio Wijnaldum í síðasta leiknum sínum með Liverpool sem var á móti Crystal Palace á Anfield. AP/Phil Noble

Georginio Wijnaldum verður ekki orðinn leikmaður Barcelona fyrir Evrópumótið í knattspyrnu og það er hvorki áhugaleysi hjá honum eða spænska félaginu að kenna.

Samningur Wijnaldum og Liverpool er runninn út í sumar og hollenski landsliðsmiðjumaðurinn hefur kvaddi alla á Anfield eftir lokaleik tímabilsins og ætlar að leita sér að nýjum ævintýrum sunnar í álfunni.

Það er ekkert leyndarmál að þessi snjalli miðjumaður hefur náð samkomulagi við Barcelona og var hann tilbúinn að taka á sig launalækkun til að fá tækifæri til að spila með spænska stórliðinu sem hann átti svo mikinn þátt í að slá út úr Meistaradeildinni vorið 2019.

Barcelona vildi klára málið fyrir EM en það mun líklega ekki ganga upp samkvæmt frétt Voetbal International.

Wijnaldum er nefnilega í hollenska EM-hópnum sem er kominn saman og landsliðsþjálfarinn Frank de Boer ætlar ekki að láta neitt utanaðkomandi trufla sína menn.

De Boer neitaði því að leyfa læknum á vegum Barcelona til að taka leikmanninn í læknisskoðun svo hægt væri að ganga frá öllum málum og gera Wijnaldum að leikmanni Barcelona.

„Þessir leikmenn verða að sýna þolinmæði og klára þessar læknisskoðanir eftir Evrópumótið,“ sagði Frank de Boer.

Wijnaldum er þrítugur og hefur spilað með Liverpool frá árinu 2016 eftir að hafa spilað fyrsta tímabilið sitt í enska boltanum með Newcastle United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×