Bandaríkjamenn fengu hjálp frá Dönum við njósnir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 23:48 Ljóst er að danska ríkisstjórnin hefur vitað af málinu án þess að upplýsa um það. Angela Merkel er ein þeirra sem njósnað var um. getty/Omer Messinger Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA stundaði njósnir á helstu ráðamönnum í grannríkjum Danmerkur í samstarfi við dönsku leyniþjónustuna. Þetta kemur fram í skýrslu sem norrænu ríkismiðlarnir greindu frá í samstarfi við þýska og franska fjölmiðla. Meðal þeirra sem NSA njósnaði um voru kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og forseti landsins Frank-Walter Steinmeier en hann var utanríkisráðherra þegar njósnirnar fóru fram. Einnig var njósnað um Peer Steinbrück sem var á þessum tíma kanslaraefni þýska flokksins SPD. Njósnir NSA komust fyrst upp árið 2013 en nú fyrst hefur verið greint frá þætti dönsku leyniþjónustunnar í málinu. Heimildarmenn innan dönsku leyniþjónustunnar láku upplýsingunum til fjölmiðla. Frétt frá 2013: Vissu af öllum símasamskiptum Njósnunum var þá ekki aðeins beint að þýskum stjórnmálamönnum heldur einnig norskum, sænskum og frönskum ráðamönnum. Samkvæmt skýrslunni fóru njósnirnar fram í gegn um samskiptakerfi Danmerkur. Þannig gátu danska leyniþjónustan og NSA nálgast bæði símtöl og SMS sem fóru í gegn um dönsk kerfi. Danski ríkismiðillinn segir að enn hafi ekki tekist að fá svör um hversu marga NSA njósnaði um nákvæmlega með þessum hætti. Samkvæmt heimildarmanni miðilsins voru það þó stjórnmálamenn sem leyniþjónustur hefðu „almennt áhuga á“, til dæmis forsætis- og utanríkisráðherrar. Forseti Þýskalands, Steinmeier, hefur kallað málið hneyksli og gagnrýnt það að Danir hafi njósnað um grannríki sín. Angela Merkel hefur enn ekki tjáð sig um málið en talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að hún hafi verið upplýst um það. Samkvæmt frétt danska miðilsins hefur ríkisstjórn Danmerkur haft vitneskju um samstarf leyniþjónustunnar við Bandaríkjamenn að minnsta kosti frá því að skýrslan var gerð árið 2015. Dönsk yfirvöld neyddu þá alla yfirmenn leyniþjónustunnar til að láta af störfum í fyrra vegna málsins. Danmörk Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08 Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Meðal þeirra sem NSA njósnaði um voru kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og forseti landsins Frank-Walter Steinmeier en hann var utanríkisráðherra þegar njósnirnar fóru fram. Einnig var njósnað um Peer Steinbrück sem var á þessum tíma kanslaraefni þýska flokksins SPD. Njósnir NSA komust fyrst upp árið 2013 en nú fyrst hefur verið greint frá þætti dönsku leyniþjónustunnar í málinu. Heimildarmenn innan dönsku leyniþjónustunnar láku upplýsingunum til fjölmiðla. Frétt frá 2013: Vissu af öllum símasamskiptum Njósnunum var þá ekki aðeins beint að þýskum stjórnmálamönnum heldur einnig norskum, sænskum og frönskum ráðamönnum. Samkvæmt skýrslunni fóru njósnirnar fram í gegn um samskiptakerfi Danmerkur. Þannig gátu danska leyniþjónustan og NSA nálgast bæði símtöl og SMS sem fóru í gegn um dönsk kerfi. Danski ríkismiðillinn segir að enn hafi ekki tekist að fá svör um hversu marga NSA njósnaði um nákvæmlega með þessum hætti. Samkvæmt heimildarmanni miðilsins voru það þó stjórnmálamenn sem leyniþjónustur hefðu „almennt áhuga á“, til dæmis forsætis- og utanríkisráðherrar. Forseti Þýskalands, Steinmeier, hefur kallað málið hneyksli og gagnrýnt það að Danir hafi njósnað um grannríki sín. Angela Merkel hefur enn ekki tjáð sig um málið en talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að hún hafi verið upplýst um það. Samkvæmt frétt danska miðilsins hefur ríkisstjórn Danmerkur haft vitneskju um samstarf leyniþjónustunnar við Bandaríkjamenn að minnsta kosti frá því að skýrslan var gerð árið 2015. Dönsk yfirvöld neyddu þá alla yfirmenn leyniþjónustunnar til að láta af störfum í fyrra vegna málsins.
Danmörk Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08 Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08
Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30