Erlent

Hótar refsi­að­gerðum náist pólitískur stöðug­leiki ekki

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, hótar Malí refsiaðgerðum verði ekki unnið að pólitískum stöðugleika. 
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, hótar Malí refsiaðgerðum verði ekki unnið að pólitískum stöðugleika.  Getty/Chesnot

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði stjórnvöldum í Malí að hann myndi kalla hersveitir Frakka í landinu heim. Skilyrði þess að franskar hersveitir haldi áfram til í landinu sé að pólitískur stöðugleiki náist og að unnið sé gegn því að öfgaíslamistar nái meiri tökum.

Annað valdaránið á tíu mánuðum var gert í Malí á dögunum og varar Macron við því að öfgaíslamistar séu að ná víðtækari tökum í ríkinu.

Um fimm þúsund franskir hermenn eru staðsettir á Sahel svæðinu í Malí sem er talið eitt helsta áhrifasvæði öfgaíslamista. Franski herinn hefur verið staðsettur víða í Vestur-Afríku frá árinu 2013, með það að markmiði að aðstoða heri við að berjast gegn öfgahópum Íslamista, þar á meðal í Malí, Máritaníu, Níger, Búrkína Fasó og Chad.

Macron sagði í samtali við franska dagblaðið Jounal du Dimanche að hann hafi lýst því yfir við leiðtoga Malí að Frakkland muni ekki standa við bakið á ríkjum sem fylgi lýðræðislegum valdaskiptum eftir. Frakkland hygðist þá ekki halda hersveitum sínum í Afríku til frambúðar.

Frakkland hefur í áratugi veitt fyrrverandi nýlendum sínum í Afríku hernaðaraðstoð og hafa reglulega sent þangað hersveitir til að berjast gegn uppreisnarhópum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×