Erlent

Verður fjórði heil­brigðis­ráð­herrann á einu ári

Atli Ísleifsson skrifar
Eduardo Pazuelo mun senn hætta sem heilbrigðisráðherra Brasilía. Hér er hann með Jair Bolsonaro forseta.
Eduardo Pazuelo mun senn hætta sem heilbrigðisráðherra Brasilía. Hér er hann með Jair Bolsonaro forseta. AP/Eraldo Peres

Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, staðfesti í gær að hann myndi skipa Queiroga til að taka við sem heilbrigðisráðherra af Eduardo Pazuello sem hafði gegnt embættinu frá í september. Mun Queiroga taka við að tveimur vikum liðnum.

Í annarri viku marsmánaðar var tilkynnt um 12.800 dauðsföll vegna Covid-19 og hafa þau ekki verið fleiri í landinu frá upphafi faraldursins.

Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu í Brasilíu og í síðustu viku tók Brasilía fram úr Indlandi á lista ríkja þegar kemur að fjölda smitaðra.

Af þeim sem hafa greinst með Covid-19 í Brasilíu eru 279 þúsund nú látin.

Queiroga er forseti sambands hjartalækna í Brasilíu og segir Bolsonaro að hann muni halda áfram að framfylgja þeirri stefnu sem Pazuello hafi mótað síðustu mánuði. Aukinn þungi verði svo settur í fjöldabólusetningar.


Tengdar fréttir

Telja sjúkrahús í Brasilíu komin að þolmörkum

Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, að mati heilbrigðisstofnunar landsins. Heimshlutanum er talin standa ógn af aðgerðaleysi brasilískra stjórnvalda við faraldrinum sem fær að geisa nær hömlulaust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×