Erlent

Börn mega nú fá Pfizer í Evrópu

Snorri Másson skrifar
Starfsmaður BioNTech í Marburg í Þýskalandi. Bóluefni þess og Pfizer var það fyrsta sem samþykkt var fyrir börn í Bandaríkjunum og Evrópu.
Starfsmaður BioNTech í Marburg í Þýskalandi. Bóluefni þess og Pfizer var það fyrsta sem samþykkt var fyrir börn í Bandaríkjunum og Evrópu. AP/Michael Probst

Lyfjastofnun Evrópu hefur lagt blessun sína yfir notkun bóluefnis Pfizer og Biontech fyrir 12 ára og eldri. Þar með er orðið heimilt að nota efnið fyrir 12-15 ára í Evrópu.  

Bandaríkjamenn tóku sömu ákvörðun fyrr í mánuðinum, en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó gefið út að ekki sé sérstaklega til umræðu enn þá að hefja bólusetningu á börnum.

Spiegel segir frá því að í Þýskalandi sé, rétt eins og hér á Íslandi, farið fram af þolinmæði þegar kemur að bólusetningum barna. Bólusetningarnefnd þarlendra yfirvalda telur að enn eigi eftir að yfirfara ýmis gögn áður en hún mælir með allsherjarbólusetningu fyrir börn.


Tengdar fréttir

Börn niður í tólf ára fá bólu­efni Pfizer

Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19.

Bandaríkjamenn í þann mund að leyfa bólusetningar á börnum

Gera má ráð fyrir að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veiti leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech fyrir börn á aldrinum 12-15 ára í þessari viku eða næstu. New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×