Erlent

Sagður hafa valið hverja hann skaut til bana

Samúel Karl Ólason skrifar
Samuel Cassidy mun hafa hlíft sumum af samstarfsmönnum sínum en skotið aðra.
Samuel Cassidy mun hafa hlíft sumum af samstarfsmönnum sínum en skotið aðra. Vísir/AP

Maðurinn sem skaut níu manns til bana og svipti sig svo lífi í lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu á miðvikudaginn, mun ekki hafa skotið samstarfsmenn sína af handahófi. Heldur virðist hann hafa valið skotmörk sín.

Samuel Cassidy (57) mætti í vinnuna í lestamiðstöðinni um klukkan sex um morguninn, að staðartíma. Var hann með þrjár skammbyssur og mikið af skotfærum. Þá fundust sprengiefni á heimili hans en þar hafði hann komið fyrir búnaði svo eldur kviknað um það leyti og hann hóf árás sína.

Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar skaut hann alls 39 skotum en það tók lögregluþjóna sex mínútur eftir að fyrsta tilkynningin um árásina barst til Neyðarlínunnar að finna Cassidy og skaut hann sig þá til bana.

Laurie Smith, fógeti, sagði blaðamönnum að svo virðist sem Cassidy hafi valið hverja hann skaut til bana. Cassidy sagði minnst einum samstarfsmanni sínum að hann ætlaði ekki að skjóta hann og skaut svo aðra í herberginu til bana.

Cassidy er sagður hafa verið mjög reiður í garð vinnu sinnar og samstarfsfélaga í langan tíma. Heimildarmaður fréttaveitunnar segir að hann hafi skrifað ítrekað hve mikið hann hataði vinnuna í bók sem fannst.

Fórnarlömb Cassidys voru allt menn og voru þeir frá 29 til 63 ára gamlir. Frekari upplýsingar um þá má finna á vef San Francisco Chronicle.

Kirk Bertolet, samstarfsmaður Cassidy, sem ræddi við blaðamann AP, sagði hann hafa verið einfara. Hann hefði ávalt setið einn og talað við engan. Þá sagði Bertolet, sem var í vinnunni þegar árásin átti sér stað, að Cassidy hefði valið fórnarlömb sín sérstaklega.

„Hann var reiður út í tilktekið fólk. Hann var reiður og hefndi sín á þessu fólki. Hann skaut fólk. Hann leyfði öðrum að lifa. Þetta var mjög persónuleg. Mjög hnitmiðað,“ sagði Bertolet.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel

Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu.

Nokkrir skotnir til bana í Kali­forníu

Ó­ljóst er hve margir eru látnir eftir skot­á­rás í mið­bæ borgarinnar San Jose í Kali­forníu­fylki en lög­regla þar stað­festir að þeir séu nokkrir. Lög­regla segir að á­rásar­maðurinn sé látinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×