Sagður hafa valið hverja hann skaut til bana Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 08:49 Samuel Cassidy mun hafa hlíft sumum af samstarfsmönnum sínum en skotið aðra. Vísir/AP Maðurinn sem skaut níu manns til bana og svipti sig svo lífi í lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu á miðvikudaginn, mun ekki hafa skotið samstarfsmenn sína af handahófi. Heldur virðist hann hafa valið skotmörk sín. Samuel Cassidy (57) mætti í vinnuna í lestamiðstöðinni um klukkan sex um morguninn, að staðartíma. Var hann með þrjár skammbyssur og mikið af skotfærum. Þá fundust sprengiefni á heimili hans en þar hafði hann komið fyrir búnaði svo eldur kviknað um það leyti og hann hóf árás sína. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar skaut hann alls 39 skotum en það tók lögregluþjóna sex mínútur eftir að fyrsta tilkynningin um árásina barst til Neyðarlínunnar að finna Cassidy og skaut hann sig þá til bana. Laurie Smith, fógeti, sagði blaðamönnum að svo virðist sem Cassidy hafi valið hverja hann skaut til bana. Cassidy sagði minnst einum samstarfsmanni sínum að hann ætlaði ekki að skjóta hann og skaut svo aðra í herberginu til bana. Cassidy er sagður hafa verið mjög reiður í garð vinnu sinnar og samstarfsfélaga í langan tíma. Heimildarmaður fréttaveitunnar segir að hann hafi skrifað ítrekað hve mikið hann hataði vinnuna í bók sem fannst. Fórnarlömb Cassidys voru allt menn og voru þeir frá 29 til 63 ára gamlir. Frekari upplýsingar um þá má finna á vef San Francisco Chronicle. Kirk Bertolet, samstarfsmaður Cassidy, sem ræddi við blaðamann AP, sagði hann hafa verið einfara. Hann hefði ávalt setið einn og talað við engan. Þá sagði Bertolet, sem var í vinnunni þegar árásin átti sér stað, að Cassidy hefði valið fórnarlömb sín sérstaklega. „Hann var reiður út í tilktekið fólk. Hann var reiður og hefndi sín á þessu fólki. Hann skaut fólk. Hann leyfði öðrum að lifa. Þetta var mjög persónuleg. Mjög hnitmiðað,“ sagði Bertolet. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Samuel Cassidy (57) mætti í vinnuna í lestamiðstöðinni um klukkan sex um morguninn, að staðartíma. Var hann með þrjár skammbyssur og mikið af skotfærum. Þá fundust sprengiefni á heimili hans en þar hafði hann komið fyrir búnaði svo eldur kviknað um það leyti og hann hóf árás sína. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar skaut hann alls 39 skotum en það tók lögregluþjóna sex mínútur eftir að fyrsta tilkynningin um árásina barst til Neyðarlínunnar að finna Cassidy og skaut hann sig þá til bana. Laurie Smith, fógeti, sagði blaðamönnum að svo virðist sem Cassidy hafi valið hverja hann skaut til bana. Cassidy sagði minnst einum samstarfsmanni sínum að hann ætlaði ekki að skjóta hann og skaut svo aðra í herberginu til bana. Cassidy er sagður hafa verið mjög reiður í garð vinnu sinnar og samstarfsfélaga í langan tíma. Heimildarmaður fréttaveitunnar segir að hann hafi skrifað ítrekað hve mikið hann hataði vinnuna í bók sem fannst. Fórnarlömb Cassidys voru allt menn og voru þeir frá 29 til 63 ára gamlir. Frekari upplýsingar um þá má finna á vef San Francisco Chronicle. Kirk Bertolet, samstarfsmaður Cassidy, sem ræddi við blaðamann AP, sagði hann hafa verið einfara. Hann hefði ávalt setið einn og talað við engan. Þá sagði Bertolet, sem var í vinnunni þegar árásin átti sér stað, að Cassidy hefði valið fórnarlömb sín sérstaklega. „Hann var reiður út í tilktekið fólk. Hann var reiður og hefndi sín á þessu fólki. Hann skaut fólk. Hann leyfði öðrum að lifa. Þetta var mjög persónuleg. Mjög hnitmiðað,“ sagði Bertolet.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45
Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13