Hafði áður hótað því að skjóta samstarfsfélaga sína Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 08:52 Lögregluþjónar að störfum við heimili árásarmannsins. Slökkvilið var kallað þangað vegna elds á svipuðum tíma og hann hóf skothríð sína í vinnunni. AP/Noah Berger Maðurinn sem skaut níu manns til bana áður en hann framdi sjálfsvíg á lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu í gær, hafði áður talað um það að skjóta samstarfsfólk sitt. Þetta segir fyrrverandi eiginkona hans en hún segir árásarmanninn oft hafa verið mjög reiðan í garð vinnu sinnar og samstarfsfólks. Hinn 57 ára gamli Samuel Cassidy hóf skothríð á lestamiðstöðinni um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í gær (um 6:30 að staðartíma). Hann var vopnaður fleiri en einni byssu og svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan segir engan þeirra hafa hleypt af skoti. Þetta er í minnst fimmtánda sinn sem mannskæð skotárás, þar sem fjórir eða fleiri deyja, er gerð í Bandaríkjunum á þessu ári, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Að þessu sinni voru fórnarlömbin frá 29 til 63 ára gömul. Einn hinna látnu var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi þar sem hann dó í nótt. Blaðamenn AP ræddu við fyrrverandi eiginkonu Cassidys sem sagði hann hafa talað um það að skjóta samstarfsmenn sína þegar þau voru gift fyrir um þrettán árum síðan. Nokkrir hinna látnu hafa unnið á lestamiðstöðinni í áratugi en Cassidy hafði unnið þar frá árinu 2005. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni og þar á meðal hluta af blaðamannafundi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, þar sem hann spyr hvað sé að Bandaríkjunum. Var hann þá að velta fyrir sér af hverju svo margar skotárásir væru gerðar þar. LA Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögreglan hafi fundið fleiri byssur og mikið magn skotfæra á heimili Cassidys. Þá segja heimildarmenn miðilsins að Cassidy hafi skotið svo gott sem alla á morgunvaktinni á miðstöðinni. Einn samstarfsmaður Cassidys sem blaðamenn AP ræddu við sagðist hafa heyrt að Cassidy hefði valið sérstaklega hverja hann skaut. Hann hafi ekki skotið fólk af handahófi. Slökkviliðsmenn voru kallaðir út að heimili hans vegna elds um það leyti sem hann hóf skothríðina í vinnunni. Í samtölum við fjölmiðla hafa nágrannar Cassidys lýst honum sem skrítnum og segja hann ekki hafa viljað eiga í samskiptum við þá. Einn sagði Cassidy aldrei fá fólk í heimsókn og hann hafi verið mannfælinn. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir gömul dómsskjöl þar sem fyrrverandi kærasta Cassidys sakaði hann um hafa nauðgað sér ítrekað og sýnt ofbeldisfulla hegðun og þá sérstaklega þegar hann drakk. Þá segir í skjölum að hann hafi verið með geðhvarfasýki Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Hinn 57 ára gamli Samuel Cassidy hóf skothríð á lestamiðstöðinni um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í gær (um 6:30 að staðartíma). Hann var vopnaður fleiri en einni byssu og svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan segir engan þeirra hafa hleypt af skoti. Þetta er í minnst fimmtánda sinn sem mannskæð skotárás, þar sem fjórir eða fleiri deyja, er gerð í Bandaríkjunum á þessu ári, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Að þessu sinni voru fórnarlömbin frá 29 til 63 ára gömul. Einn hinna látnu var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi þar sem hann dó í nótt. Blaðamenn AP ræddu við fyrrverandi eiginkonu Cassidys sem sagði hann hafa talað um það að skjóta samstarfsmenn sína þegar þau voru gift fyrir um þrettán árum síðan. Nokkrir hinna látnu hafa unnið á lestamiðstöðinni í áratugi en Cassidy hafði unnið þar frá árinu 2005. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni og þar á meðal hluta af blaðamannafundi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, þar sem hann spyr hvað sé að Bandaríkjunum. Var hann þá að velta fyrir sér af hverju svo margar skotárásir væru gerðar þar. LA Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögreglan hafi fundið fleiri byssur og mikið magn skotfæra á heimili Cassidys. Þá segja heimildarmenn miðilsins að Cassidy hafi skotið svo gott sem alla á morgunvaktinni á miðstöðinni. Einn samstarfsmaður Cassidys sem blaðamenn AP ræddu við sagðist hafa heyrt að Cassidy hefði valið sérstaklega hverja hann skaut. Hann hafi ekki skotið fólk af handahófi. Slökkviliðsmenn voru kallaðir út að heimili hans vegna elds um það leyti sem hann hóf skothríðina í vinnunni. Í samtölum við fjölmiðla hafa nágrannar Cassidys lýst honum sem skrítnum og segja hann ekki hafa viljað eiga í samskiptum við þá. Einn sagði Cassidy aldrei fá fólk í heimsókn og hann hafi verið mannfælinn. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir gömul dómsskjöl þar sem fyrrverandi kærasta Cassidys sakaði hann um hafa nauðgað sér ítrekað og sýnt ofbeldisfulla hegðun og þá sérstaklega þegar hann drakk. Þá segir í skjölum að hann hafi verið með geðhvarfasýki
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45
Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13
Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54