Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 19:38 Boris Johnson segir framburð Dominics Cummings ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson. Dominic Cummings var hægri hönd Johnson en verulega slettist upp á vinskap þeirra undir lok síðasta árs sem leiddi til þess að ráðgjafinn tók poka sinn. Þegar Cummings kom fyrir þingnefnd í gær lýsti hann fyrrverandi yfirmanni sínum sem vanhæfum, óskipulögðum og óhæfum til að gegna embætti forsætisráðherra. Fullyrti Cummings að klaufaskapur og seinagangur ríkisstjórnar Johnson hefði leitt til þess að mun fleiri létust en ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Hátt í 128.000 manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum en upphaflega gerði ríkisstjórn Johnson ráð fyrir um 20.000 dauðsföllum. Í vitnisburði sínum hélt Cummings því ennfremur fram að hann hefði heyrt Johnson segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að herða sóttvarnaaðgerðir. Breskir fjölmiðlar greindu nýlega frá því að Johnson hefði látið slík ummæli falla í október en forsætisráðherrann hefur neitað því. Ekki stoð í raunveruleikanum Johnson sagði í dag að sum ummæla Cummings ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um að Cummings hefði verið vitni að ummælunum umdeildu um að forsætisráðherrann vildi frekar leyfa fólki að deyja úr Covid-19 en að grípa til harðari aðgerða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varðandi ásakanir Cummings um að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefði kostað þúsundir mannslífa sagðist Johnson ekki telja það rétt. „Auðvitað hefur þetta verið ótrúlega erfið röð ákvarðana og við höfum tekið þær allar alvarlega,“ sagði forsætisráðherrann. Cummings er sjálfur afar umdeild persóna í breskum stjórnmálum og aflaði sér fárra vina sem nánasti ráðgjafi forsætisráðherra. Hann olli miklu fjaðrafoki þegar hann keyrði hundruð kílómetra frá London með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að strangar samkomu- og ferðatakmarkanir væru í gildi í fyrra. Það gerði hann rétt eftir að Johnson greindist smitaður af Covid-19 og eiginkona Cummings var veik. Johnson kom Cummings til varnar þegar hann lá undir harðri gagnrýni og hélt hann starfi sínu, jafnvel þó að einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um faraldurinn hefði áður þurft að segja af sér vegna brots á takmörkununum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Dominic Cummings var hægri hönd Johnson en verulega slettist upp á vinskap þeirra undir lok síðasta árs sem leiddi til þess að ráðgjafinn tók poka sinn. Þegar Cummings kom fyrir þingnefnd í gær lýsti hann fyrrverandi yfirmanni sínum sem vanhæfum, óskipulögðum og óhæfum til að gegna embætti forsætisráðherra. Fullyrti Cummings að klaufaskapur og seinagangur ríkisstjórnar Johnson hefði leitt til þess að mun fleiri létust en ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Hátt í 128.000 manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum en upphaflega gerði ríkisstjórn Johnson ráð fyrir um 20.000 dauðsföllum. Í vitnisburði sínum hélt Cummings því ennfremur fram að hann hefði heyrt Johnson segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að herða sóttvarnaaðgerðir. Breskir fjölmiðlar greindu nýlega frá því að Johnson hefði látið slík ummæli falla í október en forsætisráðherrann hefur neitað því. Ekki stoð í raunveruleikanum Johnson sagði í dag að sum ummæla Cummings ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um að Cummings hefði verið vitni að ummælunum umdeildu um að forsætisráðherrann vildi frekar leyfa fólki að deyja úr Covid-19 en að grípa til harðari aðgerða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varðandi ásakanir Cummings um að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefði kostað þúsundir mannslífa sagðist Johnson ekki telja það rétt. „Auðvitað hefur þetta verið ótrúlega erfið röð ákvarðana og við höfum tekið þær allar alvarlega,“ sagði forsætisráðherrann. Cummings er sjálfur afar umdeild persóna í breskum stjórnmálum og aflaði sér fárra vina sem nánasti ráðgjafi forsætisráðherra. Hann olli miklu fjaðrafoki þegar hann keyrði hundruð kílómetra frá London með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að strangar samkomu- og ferðatakmarkanir væru í gildi í fyrra. Það gerði hann rétt eftir að Johnson greindist smitaður af Covid-19 og eiginkona Cummings var veik. Johnson kom Cummings til varnar þegar hann lá undir harðri gagnrýni og hélt hann starfi sínu, jafnvel þó að einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um faraldurinn hefði áður þurft að segja af sér vegna brots á takmörkununum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira