Veður

Hiti allt að sex­tán stigum og hlýjast inn til landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Víða bjart veður, en það verður skýjað af og til við suður- og vesturströndina.
Víða bjart veður, en það verður skýjað af og til við suður- og vesturströndina. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir fremur hægri suðaustlægri eða breytilegri átt í dag, en átta til þrettán metrum á sekúndu sunnantil á landinu.

Víða bjart veður, en það verður skýjað af og til við suður- og vesturströndina. Hiti á bilinu sjö til sextán stig yfir daginn, hlýjast inn til landsins.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. „Svipað veður á morgun, en þó ætti heldur að létta til á suðvesturlandi, og einnig má búast við þokulofti við norðvesturströndina.

Það hvessir annað kvöld, og á föstudag er útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með vætu um landið sunnanvert, en áframhaldandi bjartviðri fyrir norðan.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 m/s og víða léttskýjað, en suðaustan 8-15 og sums staðar skýjað við S-ströndina. Hvessir og þykknar upp S-til um kvöldið. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast N-lands.

Á föstudag: Suðaustan 13-18 og dálítil væta með köflum um landið S-vert, en heldur hægari og bjart veður N-lands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Snýst í sunnan og suðvestan 10-18, hvassast á N-landi. Rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 6 til 11 stig, en að 17 stigum fyrir norðan.

Á sunnudag: Suðlæg átt 8-13 og rigning eða skúrir, hiti 5 til 10 stig. Víða bjartviðri á NA-verðu landinu með hita að 15 stigum.

Á mánudag: Suðlæg átt og skúrir, einkum S-lands. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og skúrir á víð og dreif. Kólnandi veður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.