Þörf á alþjóðlegri andstöðu við Lúkasjenka Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2021 20:00 Lúkasjenka sætir aukinni gagnrýni í heimalandinu eftir meint svindl í forsetakosningum síðasta árs. Vísir/Getty Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur óttast dauðadóm eftir að flugvél RyanAir var snúið af leið og lent í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið reiði í Evrópu og Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, sætir harðri gagnrýni enn á ný. Lúkasjenka, sem er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um svindl í öllum forsetakosningum utan þeirra fyrstu sem hann vann árið 1994. Hann hefur alltaf átt sér andstæðinga en þeir hafa náð litlum árangri hingað til. Í aðdraganda kosninga síðasta árs myndaðist raunveruleg fjöldahreyfing gegn Lúkasjenka. Fram á mitt sumar var hver frambjóðandinn á fætur öðrum handtekinn og framboð þeirra ógild. Stjórnarandstæðingar sameinuðust á bak við Svíatlönu Tsíkanúskaju, sem tók við framboði eiginmanns síns og naut mikils stuðnings. Lúkasjenka var sagður sigurvegari kosninganna 9. ágúst. hundruð þúsunda um allt land og fá ríki samþykktu niðurstöðurnar. Mótmæli og verkföll hafa verið tíð allar götur síðan. Ritskoðun og pyntingar Stjórnvöld hafa ritskoðað umfjöllun af krafti sem olli því að Telegram-síðan Nexta varð leiðandi í fréttaflutningi af mótmælum og pyntingum sem stjórnarandstæðingar mega þola. Roman Protasevíts, maðurinn sem var handtekinn eftir að flugvél RyanAir var látin lenda í Minsk, var ritstjóri Nexta þegar mótmælin stóðu sem hæst. Hann hefur verið áhrifamikill stjórnarandstæðingur undanfarinn áratug en sótti um hæli í Póllandi í fyrra. Roman Protasevíts, fyrrverandi ritstjóri, er nú í haldi í Minsk.AP/Sergei Gríts Hvítrússar hafa nú birt játningu Protasevíts, sem er meðal annars sakaður um að stofna til óeirða. Stjórnarandstæðingar segja játninguna þvingaða og hann pyntaðan. Handtakan hefur sætt mikilli gagnrýni í Evrópu. Fjöldi flugfélaga hefur hætt ferðum til landsins og hvítrússneskum félögum er bannað að fljúga yfir Evrópusambandsríki. Flugbann leysi ekkert Heimamenn mótmæla stjórn Lúkasjenkas enn á ný og Tsíkanúskaja, sem flúði til Litáens í fyrra, segir þörf á raunverulegum, alþjóðlegum þrýstingi. „Það eitt að banna flug yfir Hvíta-Rússlandi leysir ekkert. Raunverulega vandamálið er hryðjuverkastjórnin sem svindlaði í kosningunum, brýtur gegn stjórnarskránni trekk í trakk og gegn alþjóðalögum sömuleiðis,“ sagði Tsíkanúskaja. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Lúkasjenka, sem er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um svindl í öllum forsetakosningum utan þeirra fyrstu sem hann vann árið 1994. Hann hefur alltaf átt sér andstæðinga en þeir hafa náð litlum árangri hingað til. Í aðdraganda kosninga síðasta árs myndaðist raunveruleg fjöldahreyfing gegn Lúkasjenka. Fram á mitt sumar var hver frambjóðandinn á fætur öðrum handtekinn og framboð þeirra ógild. Stjórnarandstæðingar sameinuðust á bak við Svíatlönu Tsíkanúskaju, sem tók við framboði eiginmanns síns og naut mikils stuðnings. Lúkasjenka var sagður sigurvegari kosninganna 9. ágúst. hundruð þúsunda um allt land og fá ríki samþykktu niðurstöðurnar. Mótmæli og verkföll hafa verið tíð allar götur síðan. Ritskoðun og pyntingar Stjórnvöld hafa ritskoðað umfjöllun af krafti sem olli því að Telegram-síðan Nexta varð leiðandi í fréttaflutningi af mótmælum og pyntingum sem stjórnarandstæðingar mega þola. Roman Protasevíts, maðurinn sem var handtekinn eftir að flugvél RyanAir var látin lenda í Minsk, var ritstjóri Nexta þegar mótmælin stóðu sem hæst. Hann hefur verið áhrifamikill stjórnarandstæðingur undanfarinn áratug en sótti um hæli í Póllandi í fyrra. Roman Protasevíts, fyrrverandi ritstjóri, er nú í haldi í Minsk.AP/Sergei Gríts Hvítrússar hafa nú birt játningu Protasevíts, sem er meðal annars sakaður um að stofna til óeirða. Stjórnarandstæðingar segja játninguna þvingaða og hann pyntaðan. Handtakan hefur sætt mikilli gagnrýni í Evrópu. Fjöldi flugfélaga hefur hætt ferðum til landsins og hvítrússneskum félögum er bannað að fljúga yfir Evrópusambandsríki. Flugbann leysi ekkert Heimamenn mótmæla stjórn Lúkasjenkas enn á ný og Tsíkanúskaja, sem flúði til Litáens í fyrra, segir þörf á raunverulegum, alþjóðlegum þrýstingi. „Það eitt að banna flug yfir Hvíta-Rússlandi leysir ekkert. Raunverulega vandamálið er hryðjuverkastjórnin sem svindlaði í kosningunum, brýtur gegn stjórnarskránni trekk í trakk og gegn alþjóðalögum sömuleiðis,“ sagði Tsíkanúskaja.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45
Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent