Enski boltinn

Fergu­son segir Bruno ná­kvæm­lega það sem United hafi vantað síðustu ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno hefur verið frábær á leiktíðinni.
Bruno hefur verið frábær á leiktíðinni. AP Photo/Jon Super

Bruno Fernandes er nákvæmlega sá leikmaður sem Manchester United hefur vantað síðustu ár. Þetta segir Sir Alex Ferguson, goðsögn á Old Trafford.

Hinn 26 ára miðjumaður hefur farið á kostum hjá United síðan að hann gekk í raðir félagsins fyrir 65 milljónir punda í janúar 2020.

Ferguson sagði í samtali við BBC að Portúgalinn hafi hjálpað Rauðu djöflunum á sporið á nýjan leik.

„Hann hefur verið frábær. Hann hefur skorað mikilvæg mörk og meira segja þegar hann tekur víti er hann með mikið sjálfstraust,“

„Skot hans fyrir utan teig eru alltaf hættuleg og ég held að hann hafi það sem United hefur vantað síðustu ár; með sendingar á síðasta þriðjungnum.“

„Hann opnar varnirnar upp á gátt og það er mikilvægt,“ sagði Bruno.

United mætir Wolves í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun áður en þeir mæta Villareal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×