Íslenski boltinn

Selfosskonur unnu markaleik, drama í blálokin í Boganum og Valskonur gerðu það sem Blikunum tókst ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Selfosskonur fagna hér marki Caity Heap í Laugardalnum í gær.
Selfosskonur fagna hér marki Caity Heap í Laugardalnum í gær. Vísir/Hulda Margrét

Selfoss er áfram með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta eftir að þær sluppu með öll stigin úr Laugardalnum eftir sjö marka leik.

Heil umferð fór fram í Pepsi Max deild kvenna í gær og það voru skoruð sautján mörk í leikjunum sex þar af komu þrettán þeirra í tveimur leikjum.

Fylkiskonur urðu síðasta liðið til að ná í stig í gær en það er ekki hægt að sjá annað en að deildin verði mjög jöfn í ár þar sem engin stig fást gefins.

Svava Kristín Grétarsdóttir fór yfir leikina fimm í fjórðu umferðinni í gær og smá sjá samantekt hennar hér fyrir neðan.

Klippa: Fjórða umferð Pepsi Max deildar kvenna

Selfoss vann 4-3 sigur á Þrótti í Laugardalnum og hafa Selfosskonur því unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim tólf mörk. Selfossliðið komst bæði í 2-0 og 4-2 í leiknum. Brenna Lovera skoraði tvívegis og er markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk.

Valur og Breiðablik unnu bæði leiki sína í gær og fylgja Selfyssingum eftir. Valskonur unnu 4-2 sigur á ÍBV í Eyjum þar sem Blikakonur töpuðu 4-2 á dögunum.

Blikar þurftu að hafa mikið fyrir 1-0 sigri á nýliðum Tindastóls þar sem þjálfari Stólanna tók því sem miklu hrósi á sitt lið að Íslandsmeistararnir hafi verið að tefja í lokin.

Ein mesta dramatíkin var í Boganum á Akureyri þar sem Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Fylkir og Keflavík gerðu svo 1-1 jafntefli í Árbænum þar sem umdeild vítaspyrna færði heimastúlkum stigið en þær skoruðu jöfnunarmarkið úr frákastinu.

Öll umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max mörkum kvenna í kvöld en þátturinn verður á dagskrá klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×