Íslenski boltinn

Hemmi Hreiðars ráðinn aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hermann Hreiðarsson lék 89 landsleiki á árunum 1996-2011.
Hermann Hreiðarsson lék 89 landsleiki á árunum 1996-2011. getty/John Walton

Hermann Hreiðarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðs karla. Hann mun því vera hægri hönd Davíðs Snorra Jónassonar sem tók við U-21 árs liðinu í ársbyrjun.

Hermann hefur verið þjálfari 2. deildarliðs Þróttar í Vogum síðan í júlí í fyrra og heldur áfram með liðið meðfram störfum sínum fyrir KSÍ.

Hermann, sem er 46 ára, hefur þjálfað karlalið ÍBV og Fylkis og kvennalið Fylkis. Þá var hann aðstoðarþjálfari hjá Southend United á Englandi og Kerala Blasters á Indlandi.

Eyjamaðurinn lék 89 landsleiki á sínum tíma og skoraði fimm mörk. Hann er 6. leikjahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi.

Íslenska U-21 árs landsliðið tók þátt á EM í mars. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×