Íslenski boltinn

Eyjakonur semja við slóvenskan landsliðsbakvörð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristina Erman í leik með slóvenska landsliðinu á Laugardalsvelli.
Kristina Erman í leik með slóvenska landsliðinu á Laugardalsvelli. Vísir/Daníel Þór

ÍBV hefur styrkt sig enn frekar fyrir baráttuna í Pepsi deild kvenna í fótbolta en slóvenska landsliðskonan Kristina Erman hefur samið við Eyjamenn.

Kristina er 27 ára gömul og leikur í stöðu vinstri bakvarðar en hún hefur leikið á þriðja tug landsleikja fyrir Slóveníu.

Einn af landsleikjum Kristinu var á móti Íslandi á Laugardalsvellinum í júní 2018.

ÍBV liðið hefur sýnt á sér ólíkar hliðar í sumar. Liðið vann glæsilegan 4-1 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks en tapaði síðan á móti bæði Þór/KA og Tindastól.

Kristina hefur mikla reynslu frá sínm ferli. Hún lék síðast með ASD Calcio Pomigliano í Serie B á Ítalíu en þar áður lék Kristina í efstu deild Noregs með Arna-Björnar.

Erman á einnig leiki í hollensku úrvalsdeildinni, slóvensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu.

Hún varð slóvenskur meistari með ZNK Krka árið 2011, hollenskur meistari með Twente árið 2016 og vann silfur bæði í deild og bikar á Ítalíu árið 2014 með Sassari Torres.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×