Erlent

Bogi Darwins á Galapagos er hruninn

Atli Ísleifsson skrifar
Bogi Darwins og helsta nágrenni hefur verið vinsæll áfangastaður kafara. Brúin er nú hrunin.
Bogi Darwins og helsta nágrenni hefur verið vinsæll áfangastaður kafara. Brúin er nú hrunin. Getty

Bogi Darwins, fræg bergmyndun undan strönd einnar Galapagoseyja, er hruninn. Umhverfisráðuneyti Ekvadors greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og segir hann hafa hrunið vegna náttúrulegrar rofs.

BBC segir frá því að bogann hafi verið að finna innan við kílómetra frá Darwineyju, einnar af minni eyjum Galapagos, en eftir standa nú tveir drangar.

Myndunin var nefnd í höfuðið á enska líffræðingnum Charles Darwin og hefur lengi verið vinsæll áfangastaður kafara.

Galapagos er að finna um 900 kílómetra vestur af Ekvador og eru eyjarnar að finna á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstaks dýra og plöntulífs. Líffræðilegur fjölbreytileiki eyjanna veitti Darwin innblástur fyrir þróunarkenningu hans.

Eyjarnar telja alls um 234 eyja og skerja. Samtals búa um 30 þúsund manns á fjórum eyjanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×