Erlent

Líkum þeirra sem látast úr Covid varpað í ár

Sylvía Hall skrifar
Fjöldagrafir hafa verið gerðar við árbakka Ganges, en líkum hefur skolað upp á land undanfarið sem talin eru vera af fórnarlömbum kórónuveirunnar.
Fjöldagrafir hafa verið gerðar við árbakka Ganges, en líkum hefur skolað upp á land undanfarið sem talin eru vera af fórnarlömbum kórónuveirunnar. Getty/Ritesh Shukla

Lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19 hafa fundist í indverskum ám en allt að tvö þúsund lík hafa fundist í ám nærri héruðunum Uttar Pradesh og Bihar. Þetta kemur fram í minnisblaði yfirvalda á svæðinu sem Reuters hefur fengið staðfest, en þetta er í fyrsta sinn sem viðurkennt er að líkum þeirra sem hafa látist gæti viljandi verið komið fyrir í ám.

Óhugnanlegar myndir af líkum fljótandi í Ganges-ánni hafa birst undanfarnar vikur, en áin er talin heilög af hindúum. Líkum sem skolað hefur upp á land hafa verið grafin og var rannsókn á málinu hafin.

„Héraðsstjórnin hefur upplýsingar um að líkum þeirra sem hafa látist úr Covid-19 eða öðrum sjúkdómum hafi verið varpað í ár í stað þess að þau fái meðferð líkt og venja er fyrir,“ er haft eftir embættismanninum Manoj Kumar Singh í bréfi sem dagsett var þann 14. maí.

Ástandið á Indlandi hefur verið átakanlegt undanfarnar vikur, en heildarfjöldi þeirra sem hafa smitast þar er nú um 25 milljónir. Indverska afbrigði veirunnar virðist nú dreifa sér hratt um heiminn, en það hefur þegar fundist í átta ríkjum Norður- og Suður-Ameríku, þar á meðal í Kanada og Bandaríkjunum.

Forsætisráðherrann Narendra Modi kallaði eftir því í dag að embættismenn myndu styðja við heilbrigðisþjónustu á dreifbýlum svæðum og auka eftirlit þar sem veiran er í mikilli útbreiðslu þar. Óttast er að mun fleiri hafi smitast en opinberar tölur gera ráð fyrir og andlátin séu fleiri, en samkvæmt þeim hafa um 266 þúsund látist af völdum kórónuveirunnar í landinu.


Tengdar fréttir

24 milljónir hafa nú smitast á Ind­landi

Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni á Indlandi er nú komin yfir 24 milljónir. Fjögur þúsund manns dóu á síðasta sólarhring og rúmlega 343 þúsund greindust með veiruna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.