Íslenski boltinn

Við ætlum auð­vitað alltaf að vinna

Ester Ósk Árnadóttir skrifar
Anna María var sátt með sigurinn á Þór/KA í kvöld.
Anna María var sátt með sigurinn á Þór/KA í kvöld. Vísir/Daníel Þór

Anna María Friðgeirsdóttir fyrirliði Selfoss átti góðan leik á móti Þór/KA á Akureyri í dag þar sem Selfoss vann með tveimur mörkum gegn engu.

„Maður er alltaf sáttur við þrjú stig á Akureyri og að halda hreinu en það er margt sem mátti fara betur í dag og við þurfum bara að vinna í því,“ sagði Anna María nokkuð sátt að leiks lokum.

Selfoss var betri aðilinn heilt yfir í leiknum en það tók smá tíma að komast í takt við leikinn.

„Við hefðum þurft að halda boltanum betur í dag, færa betur og fá betri hreyfingu á andstæðingana. Svo hefðum við þurft að velja betri möguleika þegar við komust í þannig stöður.“

Nýir leikmenn bætust við leikmannahóp Selfoss fyrir mótið meðal annars Brenna Lovera og Caity Heap sem báðar skoruð í dag. Sú fyrrnefnda kominn með þrjú mörk í tveimur leikjum.

„Þær eru ekki bara að gera vel inn á vellinum heldur eru þær mjög góðar inn í hópinn. Þær passa vel inn í liðið, skemmtilegar stelpur sem bæta liðið.“

Selfoss er á toppi deildarinnar að loknum tveimur leikjum, eina liðið með fullt hús stiga.

„Við ætluðum okkur alltaf að ná í sex stig í fyrstu tveimur leikjunum. Við ætlum okkur auðvitað alltaf að vinna. Það er bara bónus að vera á toppnum núna. Það skiptir engu máli, það er bara talið upp úr pokanum í lokinn.“

Liðið spilar sinn fyrsta heimaleik í næstu umferð og mætir þar Stjörnunni.

„Mér líst vel á það verkefni. Það er spennandi. Ég hef svo sem ekki skoðað þær og ekki pælt mikið í þeim leik en ætli maður fari ekki í það að skoða þeirra leik í kvöld, morgun og hinn.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.