Blikar ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan 2013 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 14:01 ÍBV sýndi Íslandsmeisturum Breiðabliks enga virðingu í gær og vann 4-2 sigur. vísir/elín björg Átta ár eru síðan lið skoraði jafn mörg mörk gegn Breiðabliki í einum leik og ÍBV í gær. Eyjakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum Blika á Hásteinsvelli í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær, 4-2. Sigurinn var óvæntur endaði tapaði ÍBV fyrir Þór/KA, 1-2, í 1. umferðinni á meðan Breiðablik sigraði Fylki, 9-0. ÍBV lenti 0-1 undir í leiknum í gær en var 4-1 yfir í hálfleik eftir ótrúlegar lokamínútur í fyrri hálfleik. Eyjakonur héldu svo út þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV en Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir mörk Breiðabliks. Breiðablik hefur ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan liðið tapaði 6-0 fyrir Stjörnunni 15. september 2013. Tveir leikmenn sem léku með Blikum í gær spiluðu þann leik; Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Tímabilið 2013 endaði Breiðablik í 5. sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan varð Íslandsmeistari með fullu húsi stiga. Fengu á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil Undanfarin ár hefur vörn Blika verið afar öflug og á sex tímabilum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fékk liðið aldrei meira en fimmtán mörk á sig. Í fyrra fékk Breiðablik aðeins þrjú mörk á sig í fimmtán deildarleikjum. Í gær fékk liðið því á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil. Fyrsta tapið í tæp tvö ár Tapið í Eyjum í gær var fyrsta tap Breiðabliks í deildarleik síðan í lokaumferðinni 2018. Blikar töpuðu þá 3-2 fyrir Valskonum 22. september en voru þegar búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik tapaði ekki leik tímabilin 2019 og 2020 og rústaði svo Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Blikar höfðu því leikið 34 deildarleiki í röð án þess að tapa áður en að leiknum í Eyjum kom. Blikar geta þó huggað sig við það að Valskonur, sem flestir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn við þær, gerðu markalaust jafntefli við Þróttara í gær. Tveir leikir í 2. umferð Pepsi Max-deildinni fara fram í kvöld og verður viðureign Þórs/KA og Selfoss sýnd beint á Stöð 2 Sport. Hún hefst klukkan 18:00. Í hinum leik kvöldsins eigast Stjarnan og nýliðar Keflavíkur við. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta horft á leikinn í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30 Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45 Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Eyjakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum Blika á Hásteinsvelli í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær, 4-2. Sigurinn var óvæntur endaði tapaði ÍBV fyrir Þór/KA, 1-2, í 1. umferðinni á meðan Breiðablik sigraði Fylki, 9-0. ÍBV lenti 0-1 undir í leiknum í gær en var 4-1 yfir í hálfleik eftir ótrúlegar lokamínútur í fyrri hálfleik. Eyjakonur héldu svo út þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV en Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir mörk Breiðabliks. Breiðablik hefur ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan liðið tapaði 6-0 fyrir Stjörnunni 15. september 2013. Tveir leikmenn sem léku með Blikum í gær spiluðu þann leik; Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Tímabilið 2013 endaði Breiðablik í 5. sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan varð Íslandsmeistari með fullu húsi stiga. Fengu á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil Undanfarin ár hefur vörn Blika verið afar öflug og á sex tímabilum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fékk liðið aldrei meira en fimmtán mörk á sig. Í fyrra fékk Breiðablik aðeins þrjú mörk á sig í fimmtán deildarleikjum. Í gær fékk liðið því á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil. Fyrsta tapið í tæp tvö ár Tapið í Eyjum í gær var fyrsta tap Breiðabliks í deildarleik síðan í lokaumferðinni 2018. Blikar töpuðu þá 3-2 fyrir Valskonum 22. september en voru þegar búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik tapaði ekki leik tímabilin 2019 og 2020 og rústaði svo Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Blikar höfðu því leikið 34 deildarleiki í röð án þess að tapa áður en að leiknum í Eyjum kom. Blikar geta þó huggað sig við það að Valskonur, sem flestir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn við þær, gerðu markalaust jafntefli við Þróttara í gær. Tveir leikir í 2. umferð Pepsi Max-deildinni fara fram í kvöld og verður viðureign Þórs/KA og Selfoss sýnd beint á Stöð 2 Sport. Hún hefst klukkan 18:00. Í hinum leik kvöldsins eigast Stjarnan og nýliðar Keflavíkur við. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta horft á leikinn í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30 Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45 Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30
Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45
Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01