Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 10:30 Delaney Baie Pridham, sem er kölluð DB, var valin besti maður vallarins af ÍBV en hún skoraði tvö fyrstu mörk Eyjaliðsins í leiknum. Instagram/@ibvstelpur Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. Önnur umferð Pepsi Max deildar kvenna byrjaði á mjög óvæntum úrslitum og ÍBV, sem var spáð eitt af neðstu sætunum í deildinni, sýndi þá að liðið er stórhættulegt fyrir hvaða mótherja sem er. Blikakonur fengu draumabyrjun og komust í 1-0 í upphafi leiks en þegar þær gengu til hálfleiks þá voru þær 4-1 undir. ÍBV missti Olgu Sevcovu af velli með rautt spjald í uppbótatíma fyrri hálfleiks en hélt út manni færri í seinni hálfleik og vann leikinn 4-2. Þetta voru fyrstu stig Eyjakvenna í sumar. Nýju erlendu leikmennirnir í liði ÍBV eru mjög öflugir, framherjarnir Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu báðar tvö mörk og miðverðirnir Antoinette Jewel Williams og Liana Hinds eru báðar kraftmiklir varnarmenn. Tveir allra bestu leikmenn vallarins voru þó markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og fyrirliðinn Hanna Kallmaier inn á miðjunni. Breiðablikskonur urðu þar með fyrstu ríkjandi Íslandsmeistararnir í átta ár sem tapa leik í deildinni á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir frá og með árinu 2014 höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli út í Eyjum. Síðast unnu Eyjakonur ríkjandi Íslandsmeistara sumarið 2013 þegar Þór/KA mætti út í Eyjar og þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Breiðablik hafði enn fremur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna með markatölunni 21-2 þar af 8-0 á Kópavogsvellinum í síðasta leik liðanna í fyrra. Það er ljóst á þessum úrslitum að ÍBV liðið ætlar ekkert að vera í fallbaráttunni í sumar og spámenn landsins þurfa aðeins að endurskoða mat sitt á þessum baráttuglöðum Eyjakonum. Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Breiðablik Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Önnur umferð Pepsi Max deildar kvenna byrjaði á mjög óvæntum úrslitum og ÍBV, sem var spáð eitt af neðstu sætunum í deildinni, sýndi þá að liðið er stórhættulegt fyrir hvaða mótherja sem er. Blikakonur fengu draumabyrjun og komust í 1-0 í upphafi leiks en þegar þær gengu til hálfleiks þá voru þær 4-1 undir. ÍBV missti Olgu Sevcovu af velli með rautt spjald í uppbótatíma fyrri hálfleiks en hélt út manni færri í seinni hálfleik og vann leikinn 4-2. Þetta voru fyrstu stig Eyjakvenna í sumar. Nýju erlendu leikmennirnir í liði ÍBV eru mjög öflugir, framherjarnir Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu báðar tvö mörk og miðverðirnir Antoinette Jewel Williams og Liana Hinds eru báðar kraftmiklir varnarmenn. Tveir allra bestu leikmenn vallarins voru þó markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og fyrirliðinn Hanna Kallmaier inn á miðjunni. Breiðablikskonur urðu þar með fyrstu ríkjandi Íslandsmeistararnir í átta ár sem tapa leik í deildinni á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir frá og með árinu 2014 höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli út í Eyjum. Síðast unnu Eyjakonur ríkjandi Íslandsmeistara sumarið 2013 þegar Þór/KA mætti út í Eyjar og þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Breiðablik hafði enn fremur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna með markatölunni 21-2 þar af 8-0 á Kópavogsvellinum í síðasta leik liðanna í fyrra. Það er ljóst á þessum úrslitum að ÍBV liðið ætlar ekkert að vera í fallbaráttunni í sumar og spámenn landsins þurfa aðeins að endurskoða mat sitt á þessum baráttuglöðum Eyjakonum. Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap
Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Breiðablik Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira