Enski boltinn

Ras­h­ford út­skýrir erfið­leikana undir stjórn Mourin­ho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford og Messi í leik gegn Liverpool. Jurgen Klopp fylgist með.
Rashford og Messi í leik gegn Liverpool. Jurgen Klopp fylgist með. Laurence Griffiths/Getty Images

Marcus Rashford, ein af stjörnum Manchester United, segist hafa átt erfitt undir stjórn Jose Mourinho því allt var meitlað í stein; hvernig liðið hefði átt að spila.

Rashford og Mourinho unnu saman hjá Manchester United á tímanum 2016 tli 2018 en Mourinho náði ekki því besta út úr enska landsliðsmanninum. Að hluta til var það vegna taktík Mourinhos.

„Ég held að við spilum okkar besta leik þegar við erum hreyfanlegir og undir stjórn Jose var þetta dálítið læst,“ sagði Rashford í samtali við BT Sport.

„Og auðvitað getur það gengið vel en þetta var erfitt fyrir mig að spila upp á mitt besta þegar við spiluðum á þann hátt.“

Rashford og Mourinho náðu ekki svo vel saman en það komu hins vegar þrír titlar í hús; þar á meðal Evrópudeildartitilinn árið 2017.

Rashford hefur spilað vel á þessari leiktíð. Hann skoraði tíu mörk og lagði upp önnur ellefu í 34 úrvalsdeildarleikjum.

Manchester United mætir Leicester í kvöld og Liverpool á fimmtudaginn eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Aston Villa í fyrrakvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.