Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. maí 2021 22:57 Ítalska eyjan Lampedusa liggur austur af norðurafríkuríkinu Túnis. Tullio M. Puglia/Getty Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að einn bátur hafi flutt hátt í fjögur hundruð karla, konur og börn á eyjuna. Bæjarstjórinn á eyjunni telur að þennan mikla fjölda mega rekja til batnandi veðurskilyrða til bátsferða frá norðurhluta Afríku, en Lampedusa er einn helsti viðkomustaður flóttafólks og farenda frá Norður-Afríku á leið sinni til Evrópu. Um það bil ellefu þúsund flóttamenn hafa komið á eyjuna það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra var sá fjöldi rúmlega fjögur þúsund. Matteo Salvini, formaður ítalska popúlistaflokksins Norðurbandalagsins, hefur krafist þess að fá fund með Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna þess fjölda flóttamanna sem komið hefur til Ítalíu að undanförnu. „Á meðan milljónir Ítala eiga í erfiðleikum getum við ekki hugsað um þúsundir ólöglegra innflytjenda,“ sagði Salvini. Sjálfur bíður Salvini þess að réttað verði yfir honum eftir að hann gerði tilraun til þess að koma í veg fyrir að björgunarskip með yfir hundrað flóttamenn innanborðs legðist að bryggju á Lampedusa í ágúst 2019, þegar hann var innanríkisráðherra. Saksóknarar í málinu telja Salvini hafa svipt farþega skipsins frelsi sínu með ólögmætum hætti og því gæti hann átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm. Ítalía Flóttamenn Tengdar fréttir 39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að einn bátur hafi flutt hátt í fjögur hundruð karla, konur og börn á eyjuna. Bæjarstjórinn á eyjunni telur að þennan mikla fjölda mega rekja til batnandi veðurskilyrða til bátsferða frá norðurhluta Afríku, en Lampedusa er einn helsti viðkomustaður flóttafólks og farenda frá Norður-Afríku á leið sinni til Evrópu. Um það bil ellefu þúsund flóttamenn hafa komið á eyjuna það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra var sá fjöldi rúmlega fjögur þúsund. Matteo Salvini, formaður ítalska popúlistaflokksins Norðurbandalagsins, hefur krafist þess að fá fund með Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna þess fjölda flóttamanna sem komið hefur til Ítalíu að undanförnu. „Á meðan milljónir Ítala eiga í erfiðleikum getum við ekki hugsað um þúsundir ólöglegra innflytjenda,“ sagði Salvini. Sjálfur bíður Salvini þess að réttað verði yfir honum eftir að hann gerði tilraun til þess að koma í veg fyrir að björgunarskip með yfir hundrað flóttamenn innanborðs legðist að bryggju á Lampedusa í ágúst 2019, þegar hann var innanríkisráðherra. Saksóknarar í málinu telja Salvini hafa svipt farþega skipsins frelsi sínu með ólögmætum hætti og því gæti hann átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm.
Ítalía Flóttamenn Tengdar fréttir 39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47