Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr fyrsta sigri KA á KR-vellinum í 40 ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna í gærkvöldi.
Úr leik liðanna í gærkvöldi. vísir/hulda margrét

KA gerði góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur í gær er liðið vann 3-1 sigur á KR í 2. umferð Pepsi Max deildar karla.

Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði fyrsta markið með góðu skoti og hann lagði upp annað markið fyrir Brynjar Inga Bjarnason.

Guðjón Baldvinsson minnkaði muninn fyrir hlé en Hallgrímur Mar skoraði annað mark sitt og þriðja mark KA í síðari hálfleik. Þar við sat og lokatölur 3-1.

Þetta var fyrsti útisigur KA í Vesturbænum frá árinu 1981 en fyrir leik gærkvöldsins höfðu þeir ekki skorað í níu klukkustundir gegn KR á útivelli.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Klippa: KR - KA 1-3
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.