Erlent

Ís­land komið á græna listann hjá Bret­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Líklegt er að Bretar muni flykkjast til landsins nú þegar Ísland er komið á græna ferðalistann hjá Bretlandi. 
Líklegt er að Bretar muni flykkjast til landsins nú þegar Ísland er komið á græna ferðalistann hjá Bretlandi.  Vísir/Vilhelm

Ísland er loks komið á græna listann hjá Bretlandi, það er að Bretar mega ferðast til Íslands sér til skemmtunar. Mánuðum saman hafa Bretar ekki mátt ferðast til ýmissa ríkja sér til skemmtunar en það bann virðist vera að enda komið.

Þann 17. maí munu Bretar fá að ferðast til Íslands, auk ellefu annarra landa og svæða. Undanfarnar vikur hafa öll ónauðsynleg ferðalög verið bönnuð Bretum.

Auk Íslands mega Bretar ferðast til Portúgal, Gíbraltar, Ísrael, Ástralía, Brúnei, Falklandseyja, Færeyja, Nýja Sjálands, Singapore, Suður-Georgíu og Suður-Sandvíkureyja, og Sankti Helenu.

Talið er að með þessum nýja lista muni ferðabókanir til þessara tólf landa aukast gríðarlega og má því búast við fjölda breskra ferðamanna á Íslandi á næstu vikum.

Bólusetningar hafa gengið vonum framar í Bretlandi og er meirihluti fullorðinna þegar fullbólusettur. Þeir munu þó þurfa að fara í skimun áður en þeir ferðast og í svokallað PCR-próf einum eða tveimur dögum fyrir heimkomu. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að fara í sóttkví við komuna aftur til Bretlands, sem Bretar gleðjast líklega yfir.


Tengdar fréttir

Hvetja Breta til að sýna biðlund

Vísindalegur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segir landsmenn þurfa að vera þolinmóða í aðdraganda næstu tilslakana þar sem enn eigi eftir að bólusetja töluverðan fjölda. Þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum er ekki útilokað að ný bylgja geti farið af stað.

Bretar panta auka­skammta af bólu­efni og hyggjast gefa þriðju sprautuna

Bresk yfirvöld hafa pantað sextíu milljón aukaskammta af bóluefni Pfizer-BioNTech gegn covid-19 sem ætlunin er að nota til að bólusetja fólk með þriðju sprautunni af bóluefninu í haust. Þetta þýðir að Bretar hafa í heildina pantað hundrað milljónir skammta af bóluefni Pfizer.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.