Erlent

Bretar panta auka­skammta af bólu­efni og hyggjast gefa þriðju sprautuna

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Bretar hafa pantað viðbótarskammta af bóluefni Pfizer/BioNTech sem hugsaðir eru í verkefni sem gengur út á að verja viðkvæma hópa enn betur gegn kórónuveirunni.
Bretar hafa pantað viðbótarskammta af bóluefni Pfizer/BioNTech sem hugsaðir eru í verkefni sem gengur út á að verja viðkvæma hópa enn betur gegn kórónuveirunni. Getty/Alvaro Calvo

Bresk yfirvöld hafa pantað sextíu milljón aukaskammta af bóluefni Pfizer-BioNTech gegn covid-19 sem ætlunin er að nota til að bólusetja fólk með þriðju sprautunni af bóluefninu í haust. Þetta þýðir að Bretar hafa í heildina pantað hundrað milljónir skammta af bóluefni Pfizer.

Hugmyndin er að viðkvæmustu hóparnir fái þriðju sprautuna, aukasprautu, af bóluefninu í von um að verja þá enn betur gegn kórónuveirunni sem veldur covid-19 fyrir næsta vetur. Hátt í tveir þriðju fullorðinna Breta hafa fengið fyrsta skammt bóluefnis gegn veirunni og um fjórðungur hefur þegar fengið báða skammta bóluefnis.

Matt Hancock heilbrigðisráðherra segir að viðbótarbólusetningin muni „tryggja öryggi okkar og frelsi [í Bretlandi] þangað til stjórn næst yfir sjúkdómnum um heiminn,“ að því er haft er eftir Hancock í frétt BBC.

Ríkisstjórnin segir að auk auka skammtana af bóluefni Pfizer verði einnig notast við bóluefni frá öðrum framleiðendum til að bólusetja viðkvæma hópa í þriðja sinn. Bretar hafa einnig notað bóluefni Oxford-AstraZeneca og Moderna.

Ítarlega er fjallað um verkefnið í frétt BBC.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×