WBA fallið úr úrvalsdeildinni eftir tap gegn Arsenal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fallinn
Fallinn vísir/getty

West Bromwich Albion mun leika í B-deild á næstu leiktíð en það varð endanlega ljóst þegar liðið tapaði fyrir Arsenal í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Ensku ungstirnin sáu um að koma Arsenal í forystu þegar Emile Smith Rowe skoraði eftir sendingu frá Bukayo Saka eftir tæplega hálftíma leik. Skömmu síðar tvöfaldaði Nicolas Pepe forystuna með góðu skoti utan vítateigs.

Brasilíumenn sáu um markaskorun í síðari hálfleiknum en Matheus Pereira gaf WBA líflínu þegar hann minnkaði muninn í 2-1 á 67.mínútu.

Það var hins vegar Willian sem gerði endanlega út um leikinn með marki í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 fyrir Arsenal.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.