Umfjöllun og viðtöl: HK - Fylkir 2 - 2| HK krækti í jafntefli í blálokin

Andri Már Eggertsson skrifar
HK ingarnir voru ánægðir með jöfnunarmarkið
HK ingarnir voru ánægðir með jöfnunarmarkið Vísir/Bára

Fylkir byrjaði leikinn af miklum krafti og settu HK strax undir pressu þegar þeir tóku forrystu leiksins eftir tæplega fimm mínútur. Djair Williams skoraði eftir gott spil við Þórð Gunnar inn í teig HK.

Fylkir voru yfir á öllum sviðum leiksins í fyrri hálfleik. Arnór Borg Guðjohnsen fékk að leika lausum hala í fyrri hálfleik. HK réði ekkert við kraftinn og snerpuna í honum. Arnór fékk gott færi í fyrri hálfleik þar sem hann þrumaði í varnarmann HK og boltinn endaði í hliðarnetinu.

HK áttu í miklum vandræðum á síðasta þriðjungi vallarinns þar sem fremstu þrír Birnir, Stefán og Bjarni litu bara á hvorn annan í stað þess að taka frumkvæði.

Fylkir skoraði annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks Djair Williams var aftur á skotskónum. HK voru lengi að skila sér til baka og koma sér í stöður eftir að hafa verið í sókn sem Djair nýtti sér og kom Fylki í 2-0.

Stefán Alexander Ljubicic jafnaði með skalla eftir að skot Bjarna Gunnarssonar var varið, Stefán var fyrstur að kveikja á perunni og stangaði boltann í netið.

HK herjuðu mikið á Fylki í seinni hálfleik en tíminn virtist vera á þrotum þar til Ásgeir Marteinsson skoraði beint úr aukaspyrnu frá miðbænum, þó aukaspyrnan var föst var hún beint á Ólaf Kristófer sem hefði átt að gera talsvert betur í markinu. 

Af hverju endaði leikurinn jafntefli?

Bæði lið áttu sitt hvoran hálfleikinn. Í fyrri hálfleik voru Fylkir talsvert betri en HK og fengu færin til að skora meira en eitt mark.

Í seinni hálfleik herjuðu HK ingar mikið á Fylki sérstaklega síðasta korterið sem endaði með að þeir jöfnuðu leikinn í uppbótar tíma og niðurstaðan jafntefli.

Hverjir stóðu upp úr?

Djair Terraii Carl Parfitt-Williams var maður leiksins í kvöld. Djair skoraði tvö lagleg mörk, hann var mjög áræðinn á vörn HK sem áttu í miklum vandræðum með hraðann í honum. Djair var síðan tekinn útaf eftir klukkutíma leik vegna þess hann er að koma úr meiðslum.

Skiptingar HK í leiknum komu vel inn í leikinn. Jón Arnar Barðdal tók mikið til sín þegar hann kom inná og gerði vel í að setja vörn Fylkis undir pressu.

Ásgeir Marteinsson skoraði sem tryggði HK stigið beint úr aukaspyrnu og Valgeir Valgeirsson átti einnig fína spretti í leiknum.

Hvað gekk illa?

Arnór Borg Guðjohnsen átti skínandi fyrri hálfleik sem gerði HK erfitt fyrir, Arnór klikkaði þó á ágætis færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Arnór Borg algjört dauðafæri Arnór slapp einn á móti Arnari markmanni HK en brenndi af og að lokum telja svona færi svakalega mikið.

HK áttu í vandræðum með að skila sér í stöður þegar Fylkir sótti hratt á þá sem skilaði gestunum tveimur mörkum.

Hvað er framundan?

Næsta umferð fer strax af stað núna í miðri viku. Á miðvikudaginn spilar Fylkir sinn fyrsta heimaleik þetta tímabilið þegar KR mætir í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Fimmtudaginn spilar HK sinn fyrsta útileik þegar þeir faraá Origo völlinn og mæta Val klukkan 19:15.

Brynjar Björn: Vorum undir í baráttunni í fyrri hálfleik

Þjálfarar HK tóku stigið eftir að hafa lent 2-0 undirVísir/Bára

„Ég tek þessi úrslit eftir að hafa lent 2-0 undir, við vorum alltaf líklegir til að skora eftir að Stefán jafnaði leikinn og kom markið aðeins of seint hefðum við ætlað að vinna leikinn," sagði Brynjar Björn þjálfari HK.

HK voru í vandræðum með Fylki í fyrri hálfleik og var Brynjar Björn ekki ánægðu með spilamennsku liðsins fyrstu 45 mínútur leiksins.

„Þeir sýndu miklu meiri baráttu en við í fyrri hálfleik, við vorum linir þegar það kom að fyrsta og seinni bolta, við tókum lélegar ákvarðanir ásamt því að tapa boltanum auðveldlega og á slæmum stöðum." 

„Í mörkunum sem þeir skora tókum við ekki stjórn á því sem við vorum að gera upp á vellinum, stoppuðum ekki sóknina hjá þeim þegar við fengum tækifæri til, þegar það gerist þá fær maður svona mörk í bakið á sér."

Ásgeir Marteinsson jafnaði leikinn með frábæri aukaspyrnu langt utan af velli sem Brynjari fannst frábær spyrna.

„Þetta var geggjuð spyrna frá Ásgeiri, sumir munu eflaust tala um að markmaður Fylkis ætti að gera betur en Ásgeir tekur góðar aukaspyrnur og því endaði þessi í markinu." 

HK er búið að gera tvö jafntefli í röð og eru enn í leit af sínum fyrsta sigri. Brynjar sagði að hans menn þurfa að vera betri fyrir framan markið ætli þeir sér að ná í sigur í næsta leik.

Atli Sveinn Þórarinsson: Ólafur átti að verja aukaspyrnu Ásgeirs

Fyrsta stig Fylkis kom í kvöldVísir/Vilhelm

„Á endanum voru þetta líklegast sanngjörn úrslit, HK herjuðu á okkur í lokinn, ég hefði þó viljað að við myndum gera betur því við fengum færin til þess," sagði Atli Sveinn þjálfari Fylkis.

„Við vorum með gott flæði á boltanum í fyrri hálfleik og sóttum á þau svæði sem við lögðum upp með að sækja á, það gekk vel þar sem við fengum fullt af færum en á móti liðum eins og HK verður maður að nýta tækifærin sem maður fær," sagði Atli um fyrri hálfleik Fylkis.

Djair Williams gerði tvö mörk fyrir Fylki í kvöld en var tekinn útaf eftir klukkutíma leik sem vakti undrun margra.

„Djair hefur verið að glíma við meiðsli í allan vetur, hann er bara búinn að æfa á fullu í nokkrar vikur og vildum við fara varlega með hann." 

Það var hægt að setja stórt spurningarmerki við Ólaf Kristófer Helgason markmann Fylkis í jöfnunarmarki HK þar sem aukaspyrna Ásgeirs fór beint á hann.

„Ég hefði viljað sjá Ólaf gera betur í markinu, hann veit það sjálfur að hann hefði átt að verja þetta skot." 

Atli Sveinn var svekktur með færin sem Fylkir brenndi af í leiknum og hefði hann einnig viljað loka á nokkra uppspils punkta HK 

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.