Erlent

Vilja gefa unglingum bóluefni Pfizer

Kjartan Kjartansson skrifar
Starfsmaður BioNTech í Marburg í Þýskalandi. Bóluefni þess og Pfizer var það fyrsta sem vestræn lyfjayfirvöld samþykktu til notkunar gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar.
Starfsmaður BioNTech í Marburg í Þýskalandi. Bóluefni þess og Pfizer var það fyrsta sem vestræn lyfjayfirvöld samþykktu til notkunar gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar. AP/Michael Probst

Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að óska eftir leyfi til að gefa unglingum á aldrinum tólf til fimmtán ára kórónuveirubóluefni sitt í Evrópu í sumar. Tilraunir standa einnig yfir með bóluefnið í börnum.

Bóluefni fyrirtækjanna er nú gefið fólki eldri en sextán ára bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ugur Sahin, forstjóri BioNTech, segir að fyrirtækið hafi þegar sótt um neyðarheimild til að gefa megi unglingum efnið í Bandaríkjunum og að umsókn til evrópskra yfirvalda verði tilbúin í næstu viku, að sögn The Guardian.

Tilraunir fyrirtækjanna með efnið bendir til þess að tólf til fimmtán ára gömul börn sýni mikið mótefnasvar við því. Þátttakendur í tilrauninni hafi þolað efnið vel og virkni þess hafi reynst góð. Tilraunir standa einnig yfir á börnum frá sex mánaða til fimm ára aldurs.

Sahin segist vongóður um að hjarðónæmi verði náð í Evrópu í júlí eða ágúst í síðasta lagi og að 50-60% íbúa verði bólusett í lok júní. Þá gæti verið hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum fyrir fólk sem hefur verið bólusett.

Börn verði aftur á móti áfram útsett fyrir veirunni þar sem lyfjayfirvöld hafa ekki heimilað notkun bóluefna fyrir þau. Afar sjaldgæft er að börn sem sýkjast af Covid-19 veikist alvarlega eða hljóti langvarandi einkenni, að sögn AP-fréttastofunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.