„Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2021 21:57 Rúnar Kristinsson sparaði ekki stóru orðin um Arnór Svein. Vísir/Vilhelm Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. „Við byrjuðum leikinn ofboðslega vel og pressuðum Blikana ofarlega á vellinum. Við reyndum að koma þeim í vandræði og það heppnaðist nokkuð vel. Þegar þeir þurftu að senda langa sendingu fram vorum við svo sterkari þar líka og fengum tvö mörk tiltölulega snemma," sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. KR var komið í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og það gaf þeim augljóslega mikið sjálfstraust. „Ég held að þetta hafi verið högg fyrir þá, vitandi að þeir töpuðu tvisvar fyrir okkur hér á Kópavogsvelli í fyrra. Við náðum yfirhöndinni með því að skora svona snemma og það lagði grunninn að okkar sigri." KR vann Breiðablik þrisvar á síðasta tímabili, báða leikina í deildinni ásamt því að leggja þá að velli í bikarkeppninni. „Okkur hefur gengið vel hér á Kópavogsvelli. Það er gaman að spila við Breiðablik, þeir eru með öðruvísi lið en flest önnur í deildinni og það er gaman að eiga við þá. Það er erfitt því þeir gera sína hluti ofboðslega vel. Við erum mjög sáttir að stoppa það sem þeir eru góðir í og ná sigri." Blikum gekk illa að finna opnanir á vörn KR, þeir fengu ekki mörg galpin færi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson áttu fínan leik í miðri vörninni. „Arnór Sveinn er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati, það hefur bara enginn fattað það nema ég. Hann er búinn að skóla Finn Tómas til og nú er hann kominn með Grétar Snæ sér við hlið. Grétar er búinn að vaxa og vaxa, hann átti frábæran leik í dag og ég ætla að vona að hann sé maður til að standa undir því að vera jafn góður í næstu leikjum." „Grétar stóðst prófið í dag gríðarlega vel. Hann hefur ekki fengið mörg stór próf hjá okkur, það er búið að vera Covid og æfingar stöðvuðust. Við spiluðum við Val en síðan við lið þar sem við vorum mikið með boltann og að sækja. Við áttum eftir að sjá meira af hans varnartöktum og hann stendur þetta allt af sér." Margir búast við spennandi Íslandsmóti og Rúnar býst við Blikum í þeirri baráttu. „Með réttu hafa margir spáð þeim Íslandsmeistaratitli. Ef maður horfir á hópinn, getuna og svo er þetta annað árið hjá Óskari sem er góður þjálfari þá geta þeir gert tilkall til þess að vinna. Líkt og til dæmis Valur og FH sem eru með stærri hópa en við," sagði Rúnar og sagði að KR væri að reyna að stækka hópinn. „Við þurfum aðeins meiri breidd og aðeins fleiri möguleika. Það er ekkert fast á borði. Við erum með Aron Bjarka, Grétar og Arnór sem miðverði og þeir hafa aðeins verið í vandræðum með meiðsli og það má lítið út af bregða. Við erum að skoða miðverði, miðjumann og líka framherja. „Við höfum eingöngu skoðað erlendis, ég tek ekki hvern sem er. Ég skoða vel og lengi og á erfitt með að taka ákvörðun. Vonandi skilar þolinmæðin því að við fáum góðan leikmann í næstu viku." Breiðablik KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp mörk fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn ofboðslega vel og pressuðum Blikana ofarlega á vellinum. Við reyndum að koma þeim í vandræði og það heppnaðist nokkuð vel. Þegar þeir þurftu að senda langa sendingu fram vorum við svo sterkari þar líka og fengum tvö mörk tiltölulega snemma," sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. KR var komið í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og það gaf þeim augljóslega mikið sjálfstraust. „Ég held að þetta hafi verið högg fyrir þá, vitandi að þeir töpuðu tvisvar fyrir okkur hér á Kópavogsvelli í fyrra. Við náðum yfirhöndinni með því að skora svona snemma og það lagði grunninn að okkar sigri." KR vann Breiðablik þrisvar á síðasta tímabili, báða leikina í deildinni ásamt því að leggja þá að velli í bikarkeppninni. „Okkur hefur gengið vel hér á Kópavogsvelli. Það er gaman að spila við Breiðablik, þeir eru með öðruvísi lið en flest önnur í deildinni og það er gaman að eiga við þá. Það er erfitt því þeir gera sína hluti ofboðslega vel. Við erum mjög sáttir að stoppa það sem þeir eru góðir í og ná sigri." Blikum gekk illa að finna opnanir á vörn KR, þeir fengu ekki mörg galpin færi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson áttu fínan leik í miðri vörninni. „Arnór Sveinn er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati, það hefur bara enginn fattað það nema ég. Hann er búinn að skóla Finn Tómas til og nú er hann kominn með Grétar Snæ sér við hlið. Grétar er búinn að vaxa og vaxa, hann átti frábæran leik í dag og ég ætla að vona að hann sé maður til að standa undir því að vera jafn góður í næstu leikjum." „Grétar stóðst prófið í dag gríðarlega vel. Hann hefur ekki fengið mörg stór próf hjá okkur, það er búið að vera Covid og æfingar stöðvuðust. Við spiluðum við Val en síðan við lið þar sem við vorum mikið með boltann og að sækja. Við áttum eftir að sjá meira af hans varnartöktum og hann stendur þetta allt af sér." Margir búast við spennandi Íslandsmóti og Rúnar býst við Blikum í þeirri baráttu. „Með réttu hafa margir spáð þeim Íslandsmeistaratitli. Ef maður horfir á hópinn, getuna og svo er þetta annað árið hjá Óskari sem er góður þjálfari þá geta þeir gert tilkall til þess að vinna. Líkt og til dæmis Valur og FH sem eru með stærri hópa en við," sagði Rúnar og sagði að KR væri að reyna að stækka hópinn. „Við þurfum aðeins meiri breidd og aðeins fleiri möguleika. Það er ekkert fast á borði. Við erum með Aron Bjarka, Grétar og Arnór sem miðverði og þeir hafa aðeins verið í vandræðum með meiðsli og það má lítið út af bregða. Við erum að skoða miðverði, miðjumann og líka framherja. „Við höfum eingöngu skoðað erlendis, ég tek ekki hvern sem er. Ég skoða vel og lengi og á erfitt með að taka ákvörðun. Vonandi skilar þolinmæðin því að við fáum góðan leikmann í næstu viku."
Breiðablik KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp mörk fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira