Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2021 22:15 Trump, þáverandi forseti, fól Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni sínum, í reynd að reka utanríkisstefnu sína gagnvart Úkraínu um skeið. Rannsókn bandarískra yfirvalda virðist nú beinast að því hvort að Giuliani hafi unnið fyrir fleiri en Trump í landinu. AP/Jacquelyn Martin Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. New York Times fullyrðir að í húsleitarheimild sem bandaríska alríkislögreglan fékk sé vísað til Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, sem Trump lét kalla heim fyrirvaralaust í kjölfar áróðursherferðar Giuliani og fleiri gegn henni í maí árið 2019. Rannsakendurnir voru einnig á höttunum eftir samskiptum Giuliani við nokkra úkraínska embættismenn sem töldu sig eiga sökótt við sendiherrann. Þetta er sagt benda til þess að rannsóknin á Giuliani beinist að því hvort að hann hafi reynt að ryðja Yovanovitch úr vegi fyrir hönd Trump eða Úkraínumannanna. Rannsóknin er talin beinast að því hvort að Giuliani hafi starfað á laun sem málsvari erlends ríkis á sama tíma og hann kom fram fyrir hönd Trump þegar hann var forseti. Bandarísk alríkislög skylda þá sem vinna málafylgjustörf fyrir erlend ríki til að skrá sig hjá yfirvöldum. Giuliani neitar allri sök en hann hefur ekki verið ákærður fyrir glæp til þessa. Sakaði Giuliani um ófrægingarherferð gegn sér Brottrekstur Yovanovitch var einn af vendipunktunum í atburðarásinni sem leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot haustið 2019. Giuliani reri að því öllum árum að Yovanovitch yrði fjarlægð úr stöðu sinni þar sem hann taldi hana vera sér Þránd í Götu í því að nálgast skaðlegar upplýsingar um Joe Biden, sem þá var líklegasti keppinautur Trump um forsetaembættið, í Úkraínu. Yovanovitch bar vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar og sakaði Giuliani um að hafa staðið að ófrægingarherferð í sinn garð. Trump var á endanum kærður fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Biden og lét halda eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til landsins. Giuliani vann meðal annars með Júrí Lútsenkó, fyrrverandi ríkisaksóknara Úkraínu, sem vildi einnig losna við Yovanovitch sem sendiherra Bandaríkjanna. Lögmaður Giuliani staðfestir við AP-fréttastofuna að leitarheimild alríkislögreglunnar hafi náð til samskipta skjólstæðings síns við Lútsenkó. Rannsókn bandarískra yfirvalda er sögð snúast að hluta um hvort að Giuliani kunni að hafa unnið fyrir Lútsenkó og aðra Úkraínumenn að því að bola Yovanovitch burt. Jafnvel þó að hann hefði ekki fengið greitt fyrir viðvikið í beinhörðum peningnum gætu saksóknar haldið því fram að Úkraínumennirnir hefðu umbunað Giuliani með upplýsingum um Biden og son hans Hunter. Trump, að undirlagi Giuliani, hélt uppi ásökunum um að Biden-feðgarnir hafi verið viðriðnir spillingu í Úkraínu. Fyrir því lögðu þeir þó aldrei fram trúverðug sönnunargögn. Washington Post sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hefði varað Giuliani við því rússneska leyniþjónustan reyndi að hafa hann að leiksoppi í því skyni að koma höggi á Biden í aðdraganda forsetakosninga síðla árs 2019. Þrátt fyrir það héldu Trump og Giuliani áfram uppi stoðlausum samsæriskenningum sem virtust runnar undan rifjum rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal að það hafi í raun verið Úkraínustjórn sem reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016 en ekki Rússland, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Uppfært 1. maí 2021: Washington Post hefur leiðrétt frétt sína í kjölfar birtingar og dregið fullyrðingar sínar til baka um að FBI hafi varað Giuliani við því að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að notfæra sér hann sem hluta af aðgerðum sínum. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Tengdar fréttir Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
New York Times fullyrðir að í húsleitarheimild sem bandaríska alríkislögreglan fékk sé vísað til Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, sem Trump lét kalla heim fyrirvaralaust í kjölfar áróðursherferðar Giuliani og fleiri gegn henni í maí árið 2019. Rannsakendurnir voru einnig á höttunum eftir samskiptum Giuliani við nokkra úkraínska embættismenn sem töldu sig eiga sökótt við sendiherrann. Þetta er sagt benda til þess að rannsóknin á Giuliani beinist að því hvort að hann hafi reynt að ryðja Yovanovitch úr vegi fyrir hönd Trump eða Úkraínumannanna. Rannsóknin er talin beinast að því hvort að Giuliani hafi starfað á laun sem málsvari erlends ríkis á sama tíma og hann kom fram fyrir hönd Trump þegar hann var forseti. Bandarísk alríkislög skylda þá sem vinna málafylgjustörf fyrir erlend ríki til að skrá sig hjá yfirvöldum. Giuliani neitar allri sök en hann hefur ekki verið ákærður fyrir glæp til þessa. Sakaði Giuliani um ófrægingarherferð gegn sér Brottrekstur Yovanovitch var einn af vendipunktunum í atburðarásinni sem leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot haustið 2019. Giuliani reri að því öllum árum að Yovanovitch yrði fjarlægð úr stöðu sinni þar sem hann taldi hana vera sér Þránd í Götu í því að nálgast skaðlegar upplýsingar um Joe Biden, sem þá var líklegasti keppinautur Trump um forsetaembættið, í Úkraínu. Yovanovitch bar vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar og sakaði Giuliani um að hafa staðið að ófrægingarherferð í sinn garð. Trump var á endanum kærður fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Biden og lét halda eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til landsins. Giuliani vann meðal annars með Júrí Lútsenkó, fyrrverandi ríkisaksóknara Úkraínu, sem vildi einnig losna við Yovanovitch sem sendiherra Bandaríkjanna. Lögmaður Giuliani staðfestir við AP-fréttastofuna að leitarheimild alríkislögreglunnar hafi náð til samskipta skjólstæðings síns við Lútsenkó. Rannsókn bandarískra yfirvalda er sögð snúast að hluta um hvort að Giuliani kunni að hafa unnið fyrir Lútsenkó og aðra Úkraínumenn að því að bola Yovanovitch burt. Jafnvel þó að hann hefði ekki fengið greitt fyrir viðvikið í beinhörðum peningnum gætu saksóknar haldið því fram að Úkraínumennirnir hefðu umbunað Giuliani með upplýsingum um Biden og son hans Hunter. Trump, að undirlagi Giuliani, hélt uppi ásökunum um að Biden-feðgarnir hafi verið viðriðnir spillingu í Úkraínu. Fyrir því lögðu þeir þó aldrei fram trúverðug sönnunargögn. Washington Post sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hefði varað Giuliani við því rússneska leyniþjónustan reyndi að hafa hann að leiksoppi í því skyni að koma höggi á Biden í aðdraganda forsetakosninga síðla árs 2019. Þrátt fyrir það héldu Trump og Giuliani áfram uppi stoðlausum samsæriskenningum sem virtust runnar undan rifjum rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal að það hafi í raun verið Úkraínustjórn sem reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016 en ekki Rússland, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Uppfært 1. maí 2021: Washington Post hefur leiðrétt frétt sína í kjölfar birtingar og dregið fullyrðingar sínar til baka um að FBI hafi varað Giuliani við því að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að notfæra sér hann sem hluta af aðgerðum sínum.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Tengdar fréttir Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25