Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 18:32 Svo virðist sem að hitna sé tekið undir Rudy Giuliani, persónlegum lögmanni Trump fyrrverandi forseta. AP/Jacquelyn Martin Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. New York Times segir að fulltrúarnir hafi lagt hald á raftæki í eigu Giuliani. Húsleitin var gerð um klukkan sex í morgun að staðartíma. Blaðið segir það afar fátítt að saksóknarar gefi út leitarheimild gegn lögmanni. Rannsóknin er sögð tengjast umsvifum Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi reynt að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópuríkinu, meðal annars aðkomu hans að því að láta reka bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani starfaði sem persónulegur lögmaður Trump þegar hann var forseti og hefur haldið því fram að það hafi hann gert launalaust. Giuliani er grunaður um að hafa talað máli úkraínskra embættismanna og auðjöfra við stjórn Trump á sama tíma og þeir hjálpuðu honum að leita að skaðlegum upplýsingum um pólitíska keppinauta forsetans árið 2019. Saksóknarar eru sagðir áhugasamir um að vita hvort að Giuliani hafi mögulega unnið fyrir úkraínska aðila sem vildu sjálfir losna við bandaríska sendiherrann á sama tíma og hann vann fyrir Bandaríkjaforseta. Athafnir Giuliani í Úkraínu komu Trump í verulegt klandur. Lögmaðurinn bar í forsetann vafasamar upplýsingar frá Úkraínu sem var ætlað að koma höggi á Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, sem var þá talinn líklegastur til að verða mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum. Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi fyrir tilraunir sínar til að þvinga úkraínsk stjórnvöld til þess að hefja rannsókn á stoðlausum ásökunum Giuliani á hendur Biden og syni hans. Robert J. Costello, lögmaður Giuliani, gagnrýnir húsleitina sem hann segir hafa verið óþarfa þar sem skjólstæðingur sinn hafi þegar boðist til þess að svara spurningum saksóknara fyrir utan þær sem varða samskipti hans við Trump fyrrverandi forseta. Pólitískt skipaðir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu eru sagðir hafa lagt stein í götu rannsóknarinnar á Giuliani í tíð Trump forseta. Eftir að Merrick Garland var skipaður dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári var þeim hindrunum rutt úr vegi. Rannsóknin á Giuliani hófst í kjölfar þess að tveir samverkamenn hans á Flórída voru handteknir árið 2019. Þeir Lev Parnas og Igor Fruman aðstoðuðu Giuliani í umleitunum hans í Úkraínu. Þeir voru ákærðir fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem tengdust ekki Úkraínubrölti Giuliani. Bandaríkin Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
New York Times segir að fulltrúarnir hafi lagt hald á raftæki í eigu Giuliani. Húsleitin var gerð um klukkan sex í morgun að staðartíma. Blaðið segir það afar fátítt að saksóknarar gefi út leitarheimild gegn lögmanni. Rannsóknin er sögð tengjast umsvifum Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi reynt að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópuríkinu, meðal annars aðkomu hans að því að láta reka bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani starfaði sem persónulegur lögmaður Trump þegar hann var forseti og hefur haldið því fram að það hafi hann gert launalaust. Giuliani er grunaður um að hafa talað máli úkraínskra embættismanna og auðjöfra við stjórn Trump á sama tíma og þeir hjálpuðu honum að leita að skaðlegum upplýsingum um pólitíska keppinauta forsetans árið 2019. Saksóknarar eru sagðir áhugasamir um að vita hvort að Giuliani hafi mögulega unnið fyrir úkraínska aðila sem vildu sjálfir losna við bandaríska sendiherrann á sama tíma og hann vann fyrir Bandaríkjaforseta. Athafnir Giuliani í Úkraínu komu Trump í verulegt klandur. Lögmaðurinn bar í forsetann vafasamar upplýsingar frá Úkraínu sem var ætlað að koma höggi á Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, sem var þá talinn líklegastur til að verða mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum. Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi fyrir tilraunir sínar til að þvinga úkraínsk stjórnvöld til þess að hefja rannsókn á stoðlausum ásökunum Giuliani á hendur Biden og syni hans. Robert J. Costello, lögmaður Giuliani, gagnrýnir húsleitina sem hann segir hafa verið óþarfa þar sem skjólstæðingur sinn hafi þegar boðist til þess að svara spurningum saksóknara fyrir utan þær sem varða samskipti hans við Trump fyrrverandi forseta. Pólitískt skipaðir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu eru sagðir hafa lagt stein í götu rannsóknarinnar á Giuliani í tíð Trump forseta. Eftir að Merrick Garland var skipaður dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári var þeim hindrunum rutt úr vegi. Rannsóknin á Giuliani hófst í kjölfar þess að tveir samverkamenn hans á Flórída voru handteknir árið 2019. Þeir Lev Parnas og Igor Fruman aðstoðuðu Giuliani í umleitunum hans í Úkraínu. Þeir voru ákærðir fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem tengdust ekki Úkraínubrölti Giuliani.
Bandaríkin Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15