Íslenski boltinn

Heimir neitaði því að Guð­mundur Andri væri á leiðinni á Hlíðar­enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Andri Tryggvason í leik með Víking gegn FH sumarið 2019.
Guðmundur Andri Tryggvason í leik með Víking gegn FH sumarið 2019. VÍSIR/VILHELM

Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, neitaði því að Guðmundur Andri Tryggvason væri á leiðinni á Hlíðarenda.

Fyrr í dag fóru orðrómar á kreik þess efnis að Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður Start í Noregi, gæti verið á leiðinni á Hlíðarenda. Guðmundur Benediktsson spurði Heimi út í þetta fyrir leik Vals og ÍA sem hófst nú klukkan 20.00.

Aðspurður hvort Guðmundur Andri væri á leiðinni á Hlíðarenda sagði Heimir svo ekki vera. Hann bætti við að síðast þegar hann vissi væri Guðmundur Andri leikmaður Start í Noregi þar sem Jóhannes Harðarson er þjálfari.

Guðmundur Andri var á láni hjá Víkingum sumarið 2019 og varð bikarmeistari með liðinu. Hann sneri aftur til Noregs í kjölfarið en hefur glímt við erfið meiðsli og spilaði ekkert er liðið féll úr efstu deild á síðustu leiktíð.

Hér má sjá beina textalýsingu frá leik Vals og ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×