Evrópuvon Everton veikist eftir tap gegn Aston Villa

Ollie Watkins kom gestunum yfir á 13.mínútu.
Ollie Watkins kom gestunum yfir á 13.mínútu. Michael Regan/Getty Images

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengu Aston Villa í heimsókn á Goodison Park í kvöld, en þurftu að sætta sig við 2-1 tap. Everton þurfti á sigri að halda til að blanda sér almennilega í baráttuna um Evrópusæti.

Ollie Watkins gerði fyrsta mark leiksins þegar hann kom gestunum yfir á 13.mínútu. Mason Holgate gerði sig þá sekan um slæm mistök í vörninni og Ollie Watkins nýtti sér það.

Everton menn voru þó ekki lengi að svara, en aðeins sex mínútum síðar átti Lucas Digne fyrirgjöf sem Dominic Calvert-Lewin stangaði í netið. Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í kvöld, og það var ekki fyrr en að um tíu mínútur voru til leiksloka að sigurmarkið leit dagsins ljós. Þar var Anwar El-Ghazi á ferðinni eftir stoðsendingu frá Bertrand Traore.

Aston Villa lyftir sér upp í níunda sæti deildarinnar með 48 stig. Everton er enn í áttunda sæti með 52 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.