Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt vill losna úr fangelsi fyrir að skjóta nágranna sinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 14:26 Saksóknarar segja það litlu breyta þó Guyger hafi farið hæðavillt. Það breyti því ekki að Botham Jean sé dáinn. Getty/AP Lögmaður lögreglukonunnar fyrrverandi Amber Guyger munu í dag færa rök fyrir því að snúa eigi við sakfellingu hennar fyrir morð. Hún skaut nágranna sinn í Dallas í Texas til bana árið 2018 eftir að hún fór fyrir mistök inn í íbúð hans en ekki sína. Guyger var sakfelld fyrir morð árið 2018 og dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið Botham Jean til bana. Hún var að koma af vakt og sá að hurð á íbúð sem hún hélt að væri hennar eigin var opin. Hið rétta er að hún var á vitlausri hæð og íbúð hennar var einni hæð neðar. Hún gekk inn í íbúðina, sá þar Jean og skaut hann til bana. Þá sagðist hún í kjölfarið hafa talið að Jean væri innbrotsþjófur. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jean hafi verið að borða ís þegar Guyger gekk inn í íbúð hans og skaut hann til bana. Jean var þeldökkur. Hann var 26 ára gamall og vann sem endurskoðandi. Þessi atburðarás liggur fyrir og Guyger viðurkenndi fyrir dómi að hafa skotið Jean. Áfrýjun hennar veltur þó í grófum dráttum á því að það hafi verið slys að hún hefði farið hæðavillt og þar sem hún hafi talið Jean vera í sinni íbúð væri ekki rétt að dæma hana fyrir morð. Lögmaður Guyger vill að dómurinn verði felldur niður eða breytt á þann veg að refsing verði stytt. Í skjölum frá saksóknurum segir að það að Guyger hafi farið hæðavillt geri hana ekki ósakhæfa og breyti ekki því að hún hafi skotið Jean til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Guyger var sakfelld fyrir morð árið 2018 og dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið Botham Jean til bana. Hún var að koma af vakt og sá að hurð á íbúð sem hún hélt að væri hennar eigin var opin. Hið rétta er að hún var á vitlausri hæð og íbúð hennar var einni hæð neðar. Hún gekk inn í íbúðina, sá þar Jean og skaut hann til bana. Þá sagðist hún í kjölfarið hafa talið að Jean væri innbrotsþjófur. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jean hafi verið að borða ís þegar Guyger gekk inn í íbúð hans og skaut hann til bana. Jean var þeldökkur. Hann var 26 ára gamall og vann sem endurskoðandi. Þessi atburðarás liggur fyrir og Guyger viðurkenndi fyrir dómi að hafa skotið Jean. Áfrýjun hennar veltur þó í grófum dráttum á því að það hafi verið slys að hún hefði farið hæðavillt og þar sem hún hafi talið Jean vera í sinni íbúð væri ekki rétt að dæma hana fyrir morð. Lögmaður Guyger vill að dómurinn verði felldur niður eða breytt á þann veg að refsing verði stytt. Í skjölum frá saksóknurum segir að það að Guyger hafi farið hæðavillt geri hana ekki ósakhæfa og breyti ekki því að hún hafi skotið Jean til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41
Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54
Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46