Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt vill losna úr fangelsi fyrir að skjóta nágranna sinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 14:26 Saksóknarar segja það litlu breyta þó Guyger hafi farið hæðavillt. Það breyti því ekki að Botham Jean sé dáinn. Getty/AP Lögmaður lögreglukonunnar fyrrverandi Amber Guyger munu í dag færa rök fyrir því að snúa eigi við sakfellingu hennar fyrir morð. Hún skaut nágranna sinn í Dallas í Texas til bana árið 2018 eftir að hún fór fyrir mistök inn í íbúð hans en ekki sína. Guyger var sakfelld fyrir morð árið 2018 og dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið Botham Jean til bana. Hún var að koma af vakt og sá að hurð á íbúð sem hún hélt að væri hennar eigin var opin. Hið rétta er að hún var á vitlausri hæð og íbúð hennar var einni hæð neðar. Hún gekk inn í íbúðina, sá þar Jean og skaut hann til bana. Þá sagðist hún í kjölfarið hafa talið að Jean væri innbrotsþjófur. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jean hafi verið að borða ís þegar Guyger gekk inn í íbúð hans og skaut hann til bana. Jean var þeldökkur. Hann var 26 ára gamall og vann sem endurskoðandi. Þessi atburðarás liggur fyrir og Guyger viðurkenndi fyrir dómi að hafa skotið Jean. Áfrýjun hennar veltur þó í grófum dráttum á því að það hafi verið slys að hún hefði farið hæðavillt og þar sem hún hafi talið Jean vera í sinni íbúð væri ekki rétt að dæma hana fyrir morð. Lögmaður Guyger vill að dómurinn verði felldur niður eða breytt á þann veg að refsing verði stytt. Í skjölum frá saksóknurum segir að það að Guyger hafi farið hæðavillt geri hana ekki ósakhæfa og breyti ekki því að hún hafi skotið Jean til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Guyger var sakfelld fyrir morð árið 2018 og dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið Botham Jean til bana. Hún var að koma af vakt og sá að hurð á íbúð sem hún hélt að væri hennar eigin var opin. Hið rétta er að hún var á vitlausri hæð og íbúð hennar var einni hæð neðar. Hún gekk inn í íbúðina, sá þar Jean og skaut hann til bana. Þá sagðist hún í kjölfarið hafa talið að Jean væri innbrotsþjófur. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jean hafi verið að borða ís þegar Guyger gekk inn í íbúð hans og skaut hann til bana. Jean var þeldökkur. Hann var 26 ára gamall og vann sem endurskoðandi. Þessi atburðarás liggur fyrir og Guyger viðurkenndi fyrir dómi að hafa skotið Jean. Áfrýjun hennar veltur þó í grófum dráttum á því að það hafi verið slys að hún hefði farið hæðavillt og þar sem hún hafi talið Jean vera í sinni íbúð væri ekki rétt að dæma hana fyrir morð. Lögmaður Guyger vill að dómurinn verði felldur niður eða breytt á þann veg að refsing verði stytt. Í skjölum frá saksóknurum segir að það að Guyger hafi farið hæðavillt geri hana ekki ósakhæfa og breyti ekki því að hún hafi skotið Jean til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41
Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54
Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46