Enski boltinn

Hörð mót­mæli fyrir utan Emira­tes-völlinn í kvöld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stuðningsfólk Arsenal er ekki sátt.
Stuðningsfólk Arsenal er ekki sátt. @brfootball

Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni.

Í leik kvöldsins heyrðist greinilega í stuðningsfólki í kringum völlinn þó stúkur Emirates-vallarins væru tómar. Þannig var mál með vexti að stuðningsfólk félagsins var mætt til að mótmæla Stan Kroenke, eiganda félagsins.

Ástæðan er ákvörðun Kroenke að ætla í „ofurdeild Evrópu.“ Var það ekki eitthvað sem stuðningsfólk félagsins var par sátt með og lét það skoðun sína í ljós í kvöld.

Hér að neðan má sjá myndir og myndbrot af því sem fór fram fyrir utan völlinn í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.